Þessi frétt snerti mig

Því miður þekki ég nokkra eða þekki til nokkurra af þessum 916 einstaklingum sem hafa látist í bílslysum á síðustu árum.  Enn fleiri þekki ég sem hafa lent í bílslysum og slasast alvarlega, jafnvel þótt það birtist oftast í fréttum sem svo að viðkomandi hafi verið sendur á slysadeild en sé ekki í lífshættu.  Þá er sagan sjaldnast öll sögð.  Kona sem ég þekki vel lenti í bílslysi fyrir ári síðan og kom fréttaflutningurinn af slysinu nákvæmlega á þennan veg.  Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi kona er búin að vera í heilt ár á spítölum og í endurhæfingu, heima og að heiman, í hjólastól og á hækjum og nú síðast með löbbu.  Og hún fór að geta unnið hlutavinnu núna ári eftir slysið. 

En þessi frétt snerti mig mikið og fékk mig til að sjá það raunverulegra hversu marga skó í raun og veru þarf til að skóa alla þá einstaklinga sem hafa farist í bílslysum.  Svo ekki sé talað um alla þá skó sem sitja eftir í lífi lifenda í mikilli sorg og söknuði. 

Það er virkilega von mín að fólk taki þennan gjörning til sín og hugsi um hann.  Sérstaklega er vert að hugsa um þetta þegar sumarið er komið og sumir eiga það til að fá fiðring í bensínfótin.  

Gott framtak hér á ferð - Keyrum varlega

Kolbrún out 


mbl.is 916 látnir í umferðinni á 40 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Tek undir þetta með þér. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.5.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband