Frumburðurinn komin með bóluna

Já, frumburðurinn okkar sem er á fjórtánda ári er komin með unglinga graftabólu og er ekki par hrifinn af því.  Hann hefur undanfarna mánuði verið að taka út hellings unglingsþroska með tilheyrandi breytingum á líkama og rödd.  Röddin er farin að bresta.  Hann er að breytast í fullorðinn mann og mér finnst það svoooo skrýtið.  Ég man eins og gerst hefði í gær þegar við stoppuðum í Ártúnsbrekkunni þegar við vorum á leið með hann heim af fæðingardeildinni, til að athuga hvort hann andaði.  Þvílíkt miklir nýgræðingar í barnastússi.  Og þrátt fyrir að enn geti ég kennt frumburðinum mínum margt, þá getur hann líka kennt mér heilan helling um hugarheim unglingsins í dag.  Stundum hefur hann ekki alveg þolinmæði fyrir skilningsleysi mömmu sinnar, ég held að hann haldi stundum að ég hafi aldrei verið unglingur, bara mamma heh.  En hann er yndislegur eins og hann er  og það er svo gaman að fá að sjá hann breytast úr barni í fullvaxta mann sem er farin að gera sín eigin plön fyrir framtíðina.

En að öðru... rignigin kom loksins í gær til Horsens og var hún mjög kærkomin og boðin velkomin.  En hún stóð ekki lengi og nú er sólin farin að skína aftur sem aldrei fyrr og spáin góð fyrir næstu daga.  

Vindmyllan í Vejle Gummi er farin frá okkur en hann flýgur heim til Íslands í kvöld.  Síðasta deginum hans hér eyddum við með honum ásamt Bertu og Hermanni í Vejle.  Við fórum og sýndum honum vindmylluna í Vejle og svo beint í hans uppáhald shopping shopping shopping.  Nýlega var opnuð verslunar kringla í Vejle og lá leið okkar þangað í dag ásamt því sem við fórum á göngugötuna í Vejle.  Gumminn er því flogin heim í kuldann með fullar töskur og þökkum við honum kærlega fyrir samveruna síðustu viku. 

Það er ekki langt að bíða næstu gesta en í næstu viku er von á mömmu og pabba, Guðborgu og fjölskyldu, Gunnu, Óskari og Erlu Björg og svo er planið að reyna að hitta líka Bjargey sem er að koma í stutta ferð til Danmerkur.  Það verður því engin lognmolla í kringum okkur næstu daga.  Svo er ég auðvitað að fara í þrítugs afmælispartý á föstudaginn til Kiddu og það verður örugglega gaman.  

En ég bíð góða nótt í kvöld og ætla að leggjast á koddann með nýjustu bókina sem er á náttborðinu mínu.  Það er bókin Einhverfa, spurt og svarað sem Gunna var svo elskuleg að senda mér.  Frábær bók sem allir ættu að láta sig varða og lesa.

Nýjar myndir í nýju albúmi

Nótt Nótt

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hlakka til að hitta ykkur :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.5.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Takk kærlega fyrir daginn. Hann var rosalega skemmtilegur. Sí ja. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.5.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 309992

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband