Mikið um að vera þessa helgina

Við Berta með GummaJæja þá, þessi helgi hefur runnið sitt skeið á enda og eftir stendur þreytt fjölskylda eftir atburði helgarinnar. 

Berta bauð í þrítugsafmæli sitt í gærkvöldi.  Bauð hún upp á góðan kvöldverð og góðan félagsskap og auðvitað endaði kvöldið með því að horfa á úrslitakeppnina í Eurovision.  Það var ekki laust við að það gætti svolítilla vonbrigðra þegar ljóst var að Ísland myndi ekki standa uppi með sigurinn í Eurovision 2008 en margir höfðu kannski fullmiklar væntingar.  Ég spáði Íslandi 14 sætinu í afmælispartýinu í gærkvöldi og sumum fannst ég svartsýn... ég sagðist ekki svartsýn bara raunsæ og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér.  Ísland hreinlega getur ekki unnið þessar þjóðir sem gefa hvort öðru stig út í eitt... ekki að Norðurlandaþjóðirnar séu eitthvað betri.  En Norðurlandaþjóðirnar eru bara of fáar til að eiga roð í allar hinar.  Þetta hefur alltaf verið frænd keppni með pólitísku ívafi og það á örugglega aldrei eftir að breytast.  En engu að síður góð skemmtun að horfa á keppnina og var ég mikið stolt af framlagi Íslendinga í ár.  Að sjálfsögðu fékk Ísland öll atkvæði afmælisgestanna í gærkvöldi og það er sko pottþétt okkur að þakka að Danir gáfu okkur 12 stig.

Dagurinn í dag var svo tekinn snemma og farið var í Friheden sem er tívolí í Árósum.  Gumma langaði svo í tívolí og fékk þá ósk uppfyllta.  Við tókum tívolíið í nefið í dag og voru allflest tæki sem garðurinn býður upp á prófuð og eru þau sko ekki ófá.  Við vorum langt frameftir degi og fóru allir þreyttir heim aftur eftir sérstaklega skemmtilegan dag.  Meira að segja Gummi fór í rússíbanann, Hlynur fór óteljandi ferðir í tækin enda fór hann sem fylgdarmaður allra heh og meira að segja Emil litli fékk að fara í barnarússíbana sem hann skemmti sér konunglega í.  

Steini og Emil með þessum kynjaverum Við keyptum okkur season passa í tívolíið og verður hana vafalaust mikið notaður í sumar, enda býður tívolí Friheden hreinlega upp á allt sem hugurinn girnist og miklu meira til.

Kærar þakkir fyrir daginn Gummi minn og Berta, kærar þakkir fyrir afar glæsilegt afmælisboð í gærkvöld.

 

Þar sem þið fáið ekki lengra blogg í kvöld, getið þið huggað ykkur við þær rúmu 100 myndir sem ég setti inn í nýtt albúm í kvöld frá skemmtilegu helginni okkar.

 

Har det bra

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegar myndir. Takk kærlega fyrir daginn. Ég skemmti mér konunglega vel, allavega fram að síðasta tækinu sem ég fór í. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 25.5.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Vá, af myndunum að dæma hefur sko verið rosastuð í tívolíinu. Get ekki beðið eftir að fara með börnin í júlí. 

Helga Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 311871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband