11.10.2007 | 18:58
Vetrarfrí framundan
Í næstu viku eru allir skólar í Danmörku með vetrarfrí....bæði grunnskólar og háskólar, þannig að við fjölskyldan eigum heila viku framundan þar sem við erum öll í fríi. Þetta frí kemur auðvitað á besta tíma fyrir okkur, við ættum þá að hafa tíma til að koma okkur almennilega fyrir... Samt sem áður hefur það gengið framar öllum mínum vonum, það er búið að taka upp úr öllum kössum næstum því og heimilið farið að taka á sig mynd. Hlynur hengdi meira að segja upp nokkrar myndir í dag:)
Ég setti inn nokkrar myndir í nýtt albúm í dag frá flutningnum til Danmerkur.... annars þarf ég að vera duglegri með myndavélina, hehe... lofa
Ég er búin að segja ykkur frá því að ég er komin í stjórn Íslendingafélagsins í Horsens... og gegni þar starfi ritara. Ég fór á minn fyrsta stjórnarfund í fyrrakvöld, haldin í heimahúsi hér í Mosanum. Ég hélt að ég væri að fara á kannski klukkutímafund... tók ekki einu sinni með mér lykla, hehe. En nei.... ég held að ég sé næstum komin í nýjan saumaklúbb... kaffi, gos, nýbökuð súkkulaðikaka, ostar, salöt, kex og so videre. Og fundinum lauk ekki fyrr en um miðnætti og Hlynur þurfti að vaka eftir mér.... Mér líst bara vel á þetta og hlakka til að fá að taka þátt í þessu á næsta starfsári.
En ég bíð góða nótt í kvöld
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 311872
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ. Gerir þú ekki allt vel sem þú tekur þér fyrir hendur. Gaman hjá þér að vera komin í stjórn..hættir aldrei..hehe. Eigið þið góða viku framundan. Það eru 90% líkur á því að ég komi 2-6 nóv Læt ykkur vita um það betur síðar. HAFIÐ ÞAÐ GOTT. KNÚS KNÚS.
Guðmundur Þór Jónsson, 11.10.2007 kl. 21:12
Ef þetta er ekki ekta þú - komin í stjórn Íslendingafélagsins
Gangi ykkur vel að klára að koma ykkur fyrir og vona að þið njótið vikunnar sem þið fáið saman í frí
Rebbý, 12.10.2007 kl. 12:23
Þetta er greinilega allt að koma hjá ykkur, meira að segja komnar dönskuslettur. Þetta verður bara gaman hjá ykkur, frí framundan og huggulegheit.
Friggja (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.