Líf og fjör í Laugardalnum í dag

Jæja, þá er enn ein helgin búin.  Ég var að hugsa um það yfir kvöldmatnum að mér finndist stundin okkar vera svo oft í sjónvarpinu, það hlýtur að segja mér að mér finnst alltaf vera sunnudagar. 

Elsti sonur var í aðalhlutverki í dag en hann var að keppa á sundmóti alla helgina.  Við fórum auðvitað í Laugardalshöllina til að fylgjast með honum og mikið rosalega stóð hann sig vel. Þarna voru saman komnir mörg hundruð krakkar á öllu aldri, allsstaðar að landinu og ríkti mikið fjör samhliða keppnisandanum.

P1010001   P1010002  P1010003

Eftir að sundmótinu lauk í dag fórum við stórfjölskyldan í heimsókn til tengdaforeldra minna.  Þar var okkur boðið hreint frábært heimabakað speltbrauð og vorum við leyst út með uppskrift.  Það var því bakað á heimilinu í síðdeginu og búið að smyrja ofan í öll nestisboxin nýbakað speltbrauð.

Þar sem nokkrar umræður sköpuðust á blogginu mínu fyrir nokkru um notkun spelts í matargerð læt ég fylgja með uppskriftina af þessu góða brauði sem var bakað hér í dag

6 dl gróft spelt

1 dl hveitiklíð

1 tsk salt

5 tsk lyftiduft

Grasskersfræ og sólblómafræ eftir smekk

5 dl AB mjólk

Öllu hrært saman og sett í mót, bakað í 40 mín við 175 gráður.

Verði ykkur að góðu

P1010005

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 309883

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband