Kaffitár

Vinnan mín getur verið alveg ótrúlega fjölbreytt.  Í dag var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja höfuðstöðvar Kaffitárs í Keflavík með vinnunni minni.  Það var sérlega vel tekið á móti okkur hjá Kaffitár í dag.  Við fengum að skoða alla framleiðsluna og á meðan við vorum að skoða verksmiðjuna þá fengum við að heyra sögu kaffisins alveg frá því að það kemur af trénu.  Í kaffitár er að finna alvöru kaffitré.  Fyrst fer tréð að blómstra með hvítum blómum og svo koma rauðar baunir á tréð.  Þegar baunirnar eru orðnar eldrauðar og þroskaðar eru þær handtýndar af trénu og þurrkaðar.  Síðan er tekið ysta hýðið af og eftir verður eins og græn baun.  Grænu baunirnar eru svo brenndar og OLA þá er komin kaffibaun eins og við þekkjum hana.  Ég fékk reyndar smá sting í magan þegar ég skoðaði myndir af konum í Eþjópíu sem sátu á götunni og voru að taka hýðið af rauðu baununum.  Margar af þessum konum þurfa að ganga í marga daga til að komast á búgarðana til að fá vinnu við þetta, og 9 mánuði á ári er engin framleiðsla þannig að ekki er það langur tími á árinu sem þær fá vinnu.  Fyrir utan hvað þær fá lítil laun fyrir vinnuna sína. 

Þegar við vorum búin að fá söguna og skoða framleiðsluna fengum við að fara í kaffismökkun.  Það var mjög áhugavert, jafnvel fyrir mig sem drekk sjaldan kaffi.  Við fengum svuntur og sátum við borð sem hægt var að snúa.  Síðan var okkur kennt alvöru kaffismökkun sem var þannig að við tókum smá sopa af hverri sort fyrir sig, sötruðum eins og alvöru verkamaður og spýttum svo í annan bolla.  Mjög sérstakt að fá að upplifa þetta.  Konan sem tók á móti okkur sagði okkur að fulltrúar frá Kaffitár færu út um allan heim í kaffismökkun og til að taka þátt í að dæma besta kaffið.  Hún sagði okkur sögu af keppni sem var haldin í Afríku þar sem bóndar komu með sína eigin framleiðslu og haldin var keppni hver ætti besta kaffið.  Bóndinn sem vann hafði aldrei tekið þátt áður og hafði aldrei farið út fyrir búgarðinn sinn áður.  Hann var svo fátækur að hann hafði fengið lánaða peninga fyrir ferðalaginu sjálfu til að geta tekið þátt í keppninni.  Það að vinna þessa keppni gaf honum aura til að hann gæti lifað góðu lífi í þrjú ár.  Auk þess sem hann hefur meiri tækifæri í framtíðinni til að selja kaffið sitt því hann varð þekkt nafn.

Mjög skemmtileg ferð semsagt til Keflavíkur í dag.  Best að ég fari og helli upp á kaffi fyrir bóndann minn:)

beans

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Flott saga, það hefði sannarlega verið gaman að vera þarna.

Ingi Geir Hreinsson, 27.4.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 310005

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband