Flashback

Agalegt að lesa svona fréttir.  Aumingja konan, hún á ekki dagana sæla framundan eða árin jafnvel. 

Þegar ég var lítil stelpa, 6 ára gömul bjó ég í sveit.  Mamma og pabbi fengu mikið af gestum á sveitabæinn og þurfti mamma því alltaf að eiga mikið af sætabrauði.  Meðal þess sem hún bjó til reglulega voru kleinur.  Við systurnar fengum alltaf að eiga afskurðin af kleinudeiginu og bjuggum til allskonar dót úr því sem mamma svo steikti.  Og auðvitað áttum við okkar eigin kökudósir undir listaverkin okkar.  Eitt sinn þegar mamma var búin að baka kleinur og hafði sett kleinupottinn inn í búr, þá datt mér í hug 6 ára gamalli að ganga frá mínum kökudunk lengst upp í hillu í búrinu, nógu langt úti í horni til að engin myndi ná í hann.  Til að koma honum nægilega langt þurfti ég að stíga ofan á hillu og teygja mig út í hornið.  Þegar ég svo ætlaði að fara niður af hillunni vildi ekki betur til en svo að ég steig beint ofan í sjóðandi heita kleinufeitina.  Ég minnist þess ekki að hafa fundið mikið til, ekki í byrjun, hef sjálfsagt dofnað verulega upp í fætinum.  En afleiðingarnar, þær hef ég þurft að búa við alla tíð síðan.  Í fyrsta lagi er ég með verulega stórt brunasár á löppinni og er það mikið lýti.  Mér hefur verið boðið að taka skinn annarsstaðar af líkamanum til að græða á löppina en ég hef afþakkað það.  Oft fannst mér þetta þó erfitt í æsku og var oft með heila fótin ofan á lýtinu þannig að engin sæi það.  Hins vegar fékk ég í kaupbæti ónýtar neglur á löppina, kartneglur á línuna og er ekkert hægt að gera við þvi.  Ég hef farið til lýtalæknis og neglurnar hafa verið fjarlægðar og ég sett á sveppakúr í hálft ár, en þær hafa bara vaxið eins upp aftur.  Komnar til að vera.  Þetta hefur líka háð mér hvað varðar skófatnað.  Ég get til dæmis ekki verið á miklum hælum, þá finn ég svo til í nöglunum.... og opnir skór.... kaupmenn slíkra skóa græða ekki mikið á mér.

Þannig að ég geri mér í það minnsta einhverja grein fyrir því hversu slæmt það er að brenna sig á fæti eins og þessi aumingja kona.  Og í leiðinni fengu þið að heyra eitthvað um mig sem ekki allir vita... líður ekki öllum betur, múhahaha

Kolbrún out


mbl.is Steig ofan í hver og brenndist á fæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er kunnugur þarna og Golfklúbburinn er með reglur um að það megi ekki fara inná þetta svæði, það er malarstígur meðfram og skilti sem varar fólk við... vonandi að það sé hægt að gera eitthvað fyrir konuna meira en var gert fyrir þig

Haraldur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 310193

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband