14.3.2007 | 22:02
Toppþjónusta hjá Toyota
Ég lenti í heldur óskemmtilegu atviki þegar ég kom út í bíl í morgun á leið til vinnu. Ég keyrði stóru strákana mína í skólann og þegar sá yngri opnaði farþegahurðina á bílnum, þá blasti við honum MÁLNING út um allt sætið á bílnum. Ég hafði verið með smá leik á námskeiði á vegum vinnunar í gær þar sem við vorum að vinna með málningu og að námskeiði loknu setti ég málninguna í bílinn í poka og ætlaði að fara með hana í vinnuna í morgun. Greinilega hefur pokinn farið á hliðina og það var pollur af málningu, fjólublárri og grænni, í sætinu og búið að leka niður um allt.
Ég eiginlega vissi ekki hvað ég átti að gera og í örvæntingu minni fór ég með bílinn strax á bílaþvottastöð Jobba. Hann náði málningunni að mestu úr sætinu en sagði mér að ég yrði að fara með bílinn á verkstæði þar sem það væri svo mikil málning í rennunum á sætinu að það þyrfti að losa sætið út bílnum og taka það í sundur til að ná allri málningunni. Og að sjálfsögðu mátti þetta ekki bíða þar sem málningin var ennþá blaut. Ég fór því með bílinn í Toyota og skildi hann þar eftir í 4 klst. Þeir hringdu þá í mig og sögðu mér að bíllinn væri tílbúin og að þeir hafi náð allri málningu úr bílnum.... hjúkk.
Þegar ég svo spurði hvar ég ætti að borga fyrir alla vinnuna, sögðu þeir.... ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BORGA NEITT. Ég bara hreinlega hváði, ég var svo hissa.... en samt ekki. Við höfum átt bíla frá Toyota í mörg ár og höfum aldrei kynnst nema frábærri þjónustu hjá þeim í gegnum árin... en þetta eiginlega toppaði allt. Það er alveg á hreinu að ég held áfram að kaupa bíla frá Toyota, það er hreinlega það umboð sem veitir bestu þjónustuna og höfum við prófað nokkur umboð í gegnum árin.
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar í dag:)
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.