Barnalandið

Þegar ég hef ekki mikið að gera, þá kíki ég stundum á umræðurnar á barnalandi.  Ég tók einmitt einn svoleiðis rúnt í gærkvöldi.  Stundum hef ég spurt sjálfa mig hvort að konurnar og einstaka Y litningur hafi ekkert annað að gera allan daginn en að vera á umræðunni á barnalandi, allavega eru margir þar sem eru að svara þar allan daginn, öll kvöld og stundum um nætur lika.  Samt virðist nú vera að konurnar á barnalandi séu í vinnu, allavega margar, en það er örugglega ekki mikið að gera hjá þeim í vinnunni:) 

Það var ein umræða sem ég datt inn í gærkvöldi sem mér fannst alger snilld.  Ég hreinlega frussaði af hlátri þegar ég var kominn í gegnum umræðuna.  Kona skrifar inn og segist búa í breiðholti, rétt hjá rólóvelli og að hún sjái upp á skúrinn á rólóinum heiman frá sér.  Henni fannst hún sjá kött upp á skúrnum, nánar tiltekið hálfan kött.  Hrikalega sorglegt ef þetta hefði nú verið endirinn á sögunni.... en upp frá þessu innleggi spunnust heilmiklar umræður, konan sem startaði umræðunni tók myndir af þessum "ketti" og setti inn á netið og hringt var mörgum sinnum á lögregluna til að biðja hana um að koma og kíkja á málið.  Lögreglan kom þó ekki nógu snemma ef hún hefur þá yfirhöfuð komið og höfðu konurnar á barnalandi miklar áhyggjur af þessu.  Endaði það með því að önnur kona sem var að svara innlegginu sendi sinn mann út með stiga á rólóvöllinn til að kíkja á málið og biðu hinar í ofvæni á meðan.. hlýtur þessi kona að hafa átt einstaklega góðan mann að nenna að hlaupa út eftir sögum á barnalandi.is.  En allavega... það var engin köttur upp á skúrnum, maðurinn góði sem fór út í vonda veðrið með stigan hringdi í sína konu þannig að hún gæti komið fréttunum strax á veraldarvefinn og um var að ræða rót af tré.

Já, þannig fór um þessa sögu en álíka sögur eru í hundraða eða þúsunda tali á barnalandi.is.  Þannig að ef ykkur leiðist mikið þá getur það verið ágætasta skemmtun að skoða þetta.... sem betur fer hef ég yfirleitt nóg að gera, múhahaha

KOlbrun out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband