11.3.2007 | 19:04
Barnalandið
Þegar ég hef ekki mikið að gera, þá kíki ég stundum á umræðurnar á barnalandi. Ég tók einmitt einn svoleiðis rúnt í gærkvöldi. Stundum hef ég spurt sjálfa mig hvort að konurnar og einstaka Y litningur hafi ekkert annað að gera allan daginn en að vera á umræðunni á barnalandi, allavega eru margir þar sem eru að svara þar allan daginn, öll kvöld og stundum um nætur lika. Samt virðist nú vera að konurnar á barnalandi séu í vinnu, allavega margar, en það er örugglega ekki mikið að gera hjá þeim í vinnunni:)
Það var ein umræða sem ég datt inn í gærkvöldi sem mér fannst alger snilld. Ég hreinlega frussaði af hlátri þegar ég var kominn í gegnum umræðuna. Kona skrifar inn og segist búa í breiðholti, rétt hjá rólóvelli og að hún sjái upp á skúrinn á rólóinum heiman frá sér. Henni fannst hún sjá kött upp á skúrnum, nánar tiltekið hálfan kött. Hrikalega sorglegt ef þetta hefði nú verið endirinn á sögunni.... en upp frá þessu innleggi spunnust heilmiklar umræður, konan sem startaði umræðunni tók myndir af þessum "ketti" og setti inn á netið og hringt var mörgum sinnum á lögregluna til að biðja hana um að koma og kíkja á málið. Lögreglan kom þó ekki nógu snemma ef hún hefur þá yfirhöfuð komið og höfðu konurnar á barnalandi miklar áhyggjur af þessu. Endaði það með því að önnur kona sem var að svara innlegginu sendi sinn mann út með stiga á rólóvöllinn til að kíkja á málið og biðu hinar í ofvæni á meðan.. hlýtur þessi kona að hafa átt einstaklega góðan mann að nenna að hlaupa út eftir sögum á barnalandi.is. En allavega... það var engin köttur upp á skúrnum, maðurinn góði sem fór út í vonda veðrið með stigan hringdi í sína konu þannig að hún gæti komið fréttunum strax á veraldarvefinn og um var að ræða rót af tré.
Já, þannig fór um þessa sögu en álíka sögur eru í hundraða eða þúsunda tali á barnalandi.is. Þannig að ef ykkur leiðist mikið þá getur það verið ágætasta skemmtun að skoða þetta.... sem betur fer hef ég yfirleitt nóg að gera, múhahaha
KOlbrun out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.