JEGG VAN

Ég horfði á Xfactor í kvöld... ég held að það hljóti að vera að þetta verði fyrsta og eina skiptið sem Stöð2 prófar þetta form á keppni í sjónvarpi... Idolið var svo miklu skemmtilegra og fleiri góðir söngvarar þar heldur en í þessari keppni.  Mér finnst þetta liðamál ekki alveg vera að gera sig, dómarar keppast um að hylla sína keppendur, jafnvel þótt að það sé ekki neitt í þá varið.

Hvað er málið tildæmis með Einar Bárðar, hann hyllir elsta keppandanum henni Ingu þvílíkt í þáttunum og að mínu áliti á hún ekki neitt erindi í þennan þátt lengur og ætti að vera dottin út fyrir löngu.... kannski hjálpaði brotni fingurinn henni, veit ekki.... en ég hef haldið þónokkuð upp á Einar Bárðarson og finnst hann hafa margt til málanna að leggja og tek mark á því sem hann hefur sagt, en ekki þó í þessu Xfactor dæmi... Mér fannst samt soldið krúttlegt að sjá hann fella tár í síðasta þætti...... Og svo er það Ellý og Gylfi.... er ekki alveg að skilja það dæmi heldur, hvað heldur Gylfa inn í keppninni ennþá, á meðan margir hafa þurft að kveðja sem eru á hærra plani hvað varðar söng en hann.

Jegg van og Guðbjörg eru best af þessum keppendum að mínu mati.... söngflokkastelpurnar eru líka ágætar en það sem fellir þær, er að þær eru of sjálfumglaðar:)

Ég held að Gylfi eða Inga detti út í kvöld, annað kemur mér stórlega á óvart.

domnefnd_a_forsidu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Alveg sammála, og ef annaðhvort þeirra Gylfa eða Ingu fara ekki heim í kvöld, þá erum við hjónakornin hætt að fylgjast með

Fishandchips, 9.3.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 311871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband