Blint kaffihús

Ég verð að deila með ykkur alveg ótrúlegri lífsreynslu.  Ég fór í dag á blint kaffihús í Hinu Húsinu.  Blint kaffihús er kaffihús eins og önnur kaffihús, nema að það er aldimmt þar inni.  Blindur maður tók á móti okkur og leiddi okkur að borði og við fengum okkur kakó í svartamyrkri.  Þetta var ótrúlega skrýtin lífsreynsla og skrýtið að finna að hvað heyrnin varð miklu sterkari, maður heyrði allskonar hljóð allsstaðar. 

Þegar ég fer á kaffihús, þá er það örugglega ómeðvitað að kíkja á bollana sem maður fær til að athuga með óhreinindi og svoleiðis, og ég fann að mér fannst óþæginlegt að geta ekki séð neitt ofan í bollan sem mér var rétt, heldur varð ég að treysta þjóninum algerlega. 

En skemmtilegt að hafa upplifað þetta og á sama tíma fer maður að meta sjónina meira, hvað hún er undursamlegt fyrirbæri.  En markmiðið með blindu kaffihúsi er að upplifa heim blinds einstaklings. 

Kolbrún bloggar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært, takk fyrir að deila þessari reynslu með okkur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.2.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 310003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband