Bolludagur - konudagur

Til hamingju með daginn allar konurHeart

Einhverntímann sagði ein vinkona mín við mig  "ég vorkenni þér pínu afþví að eiga þrjá stráka, því þeir borða svo mikið".   Ég sé ekki eftir neinum mat ofan í mína stráka en á degi eins og bolludegi þarf að eyða aðeins meiri tíma en venjulega til að metta alla strákana....í dag er ég búin að búa til bollur úr 10 eggjum og ekki eru margar bollur eftir....rétt til að dekka nestið í fyrramálið hjá skólastrákunum.  Er þetta auðvitað fyrir utan bollurnar sem ég bakaði í vinnunni í morgun:)  Það gekk nú reyndar ýmislegt á þegar ég kom heim úr vinnunni og byrjaði að baka ofan í mína stráka.  Ég byrjaði á því að missa egg á þvottahúsgólfið, ekki gaman að þrýfa upp egg.  Svo þegar ég var búin að kæla degið og ætlaði að fara að bæta eggjunum út í, þá var eitt fúlegg sem rataði ofan í hrærivélaskálina þannig að ég þurfti að byrja upp á nýtt... það borgar sig stundum að flýta sér hægt.  En bollurnar eru nú samt núna bakaðar og borðaðar og allir ánægðir á þessum degi.

Ekki skemmdi það daginn fyrir mér að Hlynur var búin að skúra allt þegar ég kom heim úr vinnunni, yndislegt að koma heim í allt hreint og fínt:) 

Njótið dagsins og þess að borða bollurnar í dag og á morgun, þær verða ekki aftur í boði fyrr en að ári....

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband