4.5.2006 | 22:56
Afhverju á ég bara einn pabba??????
Þannig hljómar pæling dagsins hjá miðsyninum í dag. Hann reyndar er búin að segja mér að það séu svo margir í bekknum sínum sem eigi tvo pabba og sumir eigi sko líka tvær mömmur, svona aukapabba og aukamömmur og að hann langi líka til að fá svoleiðis.... og hann getur enganvegin skilið þetta mikla óréttlæti í heiminum að sumir fái að eiga meira en aðrir af foreldrum. Hvernig á að útskýra svona hluti fyrir börnum í dag.
Þegar ég var að alast upp man ég ekki eftir því að það hafi verið margir í mínum bekk sem áttu fráskilda foreldra og ekki man ég eftir því að vinkonur mínar hafi verið að fara til pabba aðrahvora helgi og því hafi ég ekki getað leikið við þær, á þeim helgum. Það er greinilegt að þessi mál hafa mikið breyst á þessum árum og í dag þykir það ekkert tiltökumál að eiga margar mömmur og pabba og systkini út um allan bæ og svo virðist sem bekkurinn hálf tæmist úr hverfinu aðra hvora helgi hjá honum. Fólk hefur meira að segja verið svo gróft við mig persónulega að spyrja hvort ég eigi alla strákana með sama manninum, það þykir bara skrýtið í dag að eiga þrjú börn með sama manninum greinilega.
Erum við Hlynur kannski bara svona skrýtin að vera ennþá gift, erum við kannski bara vond við litla Hafstein að gefa honum ekki tækifæri til þess að eiga tvo pabba og tvær mömmur hehehehehehehhehehe segi svona, hann á eftir að meta okkur seinna meir þegar hann skilur þetta vona ég.
K
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.