Færsluflokkur: Dægurmál

Tímanum eytt

Skemmtilegur dagur hjá okkur í dag, mér og strákunum.  Læt myndir í albúmi tala sínu máli.

Verið góð við hvert annað:)

Emil

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún out... ekki í neinu bloggstuði

 


Sveppi, Auddi og Pétur Jóhann!!!

Það er hreint með ólíkindum hvað þessir þremenningar lifa góðu lífi hér á heimilinu.  Í eina tíð voru þeir mikið uppáhald hjá Jóni Inga og ég man eftir því að hann gat ekki farið í skólann nema sjá þá í þætti kvöldsins, því ef hann missti af þeim sagðist hann ekki vera inn í umræðunum í skólanum... Hafsteinn horfði líka á þá af miklum áhuga á tímabili.  Saman eiga stóru strákarnir alla dvd diska sem hafa verið gefnir út með þeim félögum en sem betur fer hafa þeir fengið að sitja upp í hillum og safna ryki

ÞAR TIL NÚNA!!!!!

Nú er yngsti sonum komin með þvílíkan áhuga á þeim þremenningum Sveppa, Audda og Pétri Jóhanni.  Hann horfir á þættina þeirra aftur og aftur og aftur alveg dolfallinn.  Hann er jafnvel farin að læra atriðin utan af, veit alveg hvenær eitthvað spennandi gerist og hoppar upp í fangið á mér.  Common, hann er fjögurra ára gamall....  

Ætli þetta sé vegna áhrifa eldri bræðra?????  Hann allavega gefur þeim eldri ekkert eftir í áhugasviðum:)

Strakarnir04

 

 

 

 

 

 

 

Annars lítið að frétta héðan.  Sól og sumarveður í dag.... rok, rigning, þrumur og eldingar í gær... Hlynur er farin að stað til Íslands.... heldur lengra ferðalag en hann sá fyrir, þar sem hann situr að ég best veit enn á flugvellinum í Kaupmannahöfn og mun þurfa að sitja þar næstu klukkutímanna.... mikil seinkun og ef ég skil þetta rétt er áæltað að hann lendi í Keflavík kl hálf fjögur í nótt.  Úff og hann á að vera mættur í vinnu kl sjö í fyrramálið.  Það verður sjálfsagt ekki mikið um svefn hjá honum þessa nóttina.

Kveð úr góða veðrinu i Danmörku

Kolbrún 


Á Bóndadegi

Það er svo sem ekki neitt hér í Danmörku sem minnir á bóndadaginn.... enda er engin bóndadagur hér ef ég skil hlutina rétt, ekki frekar en þorri...

Tengdaforeldrar mínir hafa nánast alltaf boðið okkur fjölskyldunni á þorrablót á Bóndadegi.  Ég hefði sko alveg viljað vera hjá þeim í kvöld:(  En þau eru svo elskuleg að þau ætla að fara fyrir okkur í búð og kaupa sittlítið af hverju sem tengist þorranum og senda eiginmanninn með til Danmerkur (fyrir ykkur sem vitið það ekki, þá er hann að skreppa til Íslands á sunnudaginn).... þannig að við ætlum að halda okkar eigið þorrablót hér í Horsens með nokkrum vinum:)  

En ég óska öllum bóndum til hamingju með daginn í dag....  minn bóndi fékk ágætt dekur held ég... nýbakaða súkkulaðiköku þegar hann kom heim úr vinnunni.  Hann biður ekki um meira.

startrek1

 

 Þessi mynd er bara sett inn fyrir manninn minn í tilefni af bóndadeginum:)

 

 

 

 

 

Out

Kolbrún 


Nestis menning Dana

Danir eru síborðandi...samt eru þeir ekki feitir.  Kannski borða þeir bara rétt:)  Danir kaupa sér yfirleitt ekki mat á skyndibitastöðum, heldur taka þeir nesti með sér hvert sem þeir fara... það er aðstaða allsstaðar sem maður fer fyrir fólk með nesti og gildir það líka um lestirnar, dýragarði, lególand og svoleiðis staði.  Og það er bráðsniðugt að fylgjast með því hvernig þeir pakka inn nestinu sínu.  Þeir nota ekki nestispokana sem við þekkjum svo vel á Íslandi (þeir eru heldur ekki til í Danmörku og sakna ég þeirra frá Íslandinu okkar).  Þeir nota smjörpappír og álpappír í miklu magni fyrir nestið sitt.  Það er meira að segja hægt að kaupa hér í búðum smjörpappír sem er búið að skera niður í brauðsneiðalag en þetta nota þeir til að setja á milli sneiða hjá sér.

Það er þokkalega mikið magn sem ég þarf að smyrja hér á morgnana.  Jón Ingi og Hafsteinn þurfa báðir að hafa með sér tvöfalt nesti, semsagt fyrir nestistíma morgunsins og svo fyrir hádegismat.  Það er reyndar hægt að kaupa einhvern mat í skólanum hjá þeim en hann er þá keyptur í álbökkum og er vægast sagt ekki lystugur.  Emil þarf líka að taka mér sér tvöfalt nesti.  Hann þarf nesti fyrir hádegismatinn, já engin heitur matur hér á leikskólum... meira að segja fóstrurnar eru með sína madpakka með sér og svo þarf hann að taka með sér nesti fyrir ávaxtastundina um miðjan daginn.  Hádegisnestið hans og ávaxtanestið mega ekki vera í sama nestisboxi, hann þarf að vera með eitt hefðbundið nestisbox fyrir hádegismatinn sinn og svo frugtpoka fyrir ávaxtastundina.  Ég hafði sett þetta allt saman í nestisboxið hans og fékk skammir fyrir.  Það er ísskápur á leikskólanum undir madpakkana og boxið á að fara í hilluna en frugtpokinn á að fara í ávaxtaskúffuna.  Nú og svo er það húsbóndinn sjálfur, hann þarf sitt danska rúgbrauð með sér á morgnana.  

Svona er Danmörk í dag.... þeir eiga langt í land að ná okkur Íslendingum varðandi heitan mat í hádegi á leikskólum og grunnskólum.... eða er þetta kannski bara betra svona???

CGB5

Out

Kolbrún
 


Afmælisveisla unglingsins

afmælisbarn dagsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pizza , gos og nammi var þema dagsins dag !!!!  

Með fullt af desibilum af hávaða eins og gengur þegar margir strákar koma saman.

Þið getið skoðað myndir í nýju albúmi frá því í dag

Out

Kolbrún 


Frumburðurinn minn 13 ára í dag

Jón Ingi minn á afmæli í dag, er orðin 13 ára.... spáið í hvað það er stutt þar til ég fer að ferma usssssssssss...... það er rosalega skrýtið að svona tvítugar stelpur eins og ég eigi ungling, finnst ykkur það ekki?

og Jón Ingi - kann að pósa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hér stendur heilmikið til í dag.... Jón Ingi er búinn að bjóða í partý og bíður upp á pizzur og nammi....

Stóra afmælisbarnið er aftur á móti núna í skólanum að fagna deginum með skólafélögunum... og hann mátti taka með sér eitthvað til að bjóða krökkunum í dag.... ENN EKKI FLÖDEBOLLER    .. 

Out

Kolbrún 


The Big Apple

Big apple

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Búin að kaupa mér miða.... fer 2. apríl og verð til 7. apríl.

Hólímólí hvað mig hlakkar til.... enda með frábærum ferðafélögum.

Segi ykkur meira frá þessu síðar.... en nokkrar myndir í albúmi fyrir þá sem eru myndasjúkir

Kolbrún out 


Kolla, vertu ekki svona mikið 2007!!!!!

Ég verð að deila einni skemmtisögu af sjálfri mér með ykkur, enda hef ég endalausan húmor fyrir sjálfri mér.

Ég var að tala við Fríðu vinkonu mína um daginn.  Hún var að segja mér frá ákveðnum hlut og notaði orð sem ég hreinlega ekki skildi....það var samt á íslensku sko:)  Ég ákvað að taka Raggann á þetta, það er betra að gera sig af fífli í 2 mín heldur en að vera heimskur alla ævi.... og spurði Fríðu mína hvað orðið þýddi...

Og hverju haldið þið að hún hafi svarað....

KOLLA, VERTU EKKI SVONA MIKIÐ 2007 !!!!!

 

Nú notar maðurinn minn þetta óspart á mig, takk Fríða mín:)

Out 


Stirðbusa Stirðbusadóttir

Ég fann gleði í morgun þegar ég leit í bílageymsluna mína og sá að blöðin sem ég átti að bera út og vera búin að bera út fyrir kvöldmat á laugardag væru komin til mín.  Ég keyrði því Emil snemma á leikskólann og hófst handa við að koma öllum auglýsingabæklingunum inn á húsin sem tilheyra mínu svæði.  Um var að ræða 12 búnt af ruslpósti og vóg hvert búnt 8.1 kg.  Það reiknast mér að séu um 100 kg af ruslpósti.  Ég þurfti að fara tvær ferðir með vagninn til að bera öll óskupin út og trúið mér að það er ekki auðvelt að burðast með 50-60 kg vagn á eftir sér upp brekkuna hér í Horsens.  Ég þurfti að margstoppa til að hvíla mig í seinni lotunni, hélt ég næði ekki að toga vagninn upp brekkuna.  En allt hafðist þetta nú á endanum og eftir 3 1/2 tíma af labbi og útburði hélt ég heim á leið, ánægð með að fá nú 4 daga í pásu og geta eytt helginni með fjölskyldunni.  En líkaminn alveg búin á því.

En þá kom babb í bátinn.....

Þegar ég kom heim sáum við stóran blaðabunka í innkeyrslunni.  Og bréf með... og í bréfinu stóð að ég mætti ekki bera út ruslpóstinn fyrr en ég væri búin að fá afhentan sondagsavisen líka, því hann á að fara með í lúguna... ég hreinlega fórnaði höndum og langaði helst að fara að grenja.  Ég með harðsperrur dauðans og verð að fara annan hring í hverfið mitt á morgun með blessaða sunnudagsblaðið (sem svo örugglega engin les).  En ég veit ekki hvort mér hafi verið sagt frá þessu sunnudagsblaði og um sé að ræða tungumálaörðugleika, eða hvort mér hafi yfirhöfuð ekkert verið sagt frá þessu.... það breytir svo sem ekki miklu héðan af, en ég mun ekki gera þessi mistök aftur.

Cartoon newspaper

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún alveg out í kvöld en tekur upp þráðinn á morgun

 


Komin á launaskrá í Danmörku

Ég byrjaði í vinnu hér í Danmörku í gær.... að bera út póst.  Útburðurinn tók nú slatta tíma í gær, enda þurfti að leita upp póstkassa í mörgum húsum eins og gengur í fyrsta sinn.  Jón Ingi var með mér og við vorum bara þokkalega sátt við okkur sjálf að útburði loknum.  En í dag fékk ég svo símtal frá útburðarfyrirtækinu.... tveir búnir að kvarta undan mér, fengu ekki póstinn sinn í gær.... hver kvartar yfir að fá ekki ruslpóst???  En konan í útburðarfyrirtækinu var mjög vingjarnleg við mig og sagði þetta fáar kvartanir í fyrsta sinn... vonandi koma ekki fleiri, heh

En að öðru...

Ég hef nefnt það "lítillega" að hér á heimilinu sé lítill íþróttaálfur.  Þessi litli íþróttaálfur minn er þokkalega sáttur við lífið núna.  Við fórum í REMA 1000 að versla aðeins í dag.  Litli íþróttaálfurinn var ekki lengi að sjá að REMA er farin að selja bæði Lazytown brauðbollur og Lazytown rúgbrauð.  Hann situr nú hér hjá mér og er að borða sína aðra brauðsneið, alsæll:)  Það er alveg ótrúlegt hvað þessi markaðssetning er öflug, þeir ná að gera hlutina mest spennandi fyrir börnin, og þau gætu svo sannarlega haft verri áhugamál:)

En ciao

Kolbrún 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 313052

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband