Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Afi 80 ára

Afi minn varð 80 ára í gær.  Í tilefni dagsins buðu mamma og pabbi til stórrar grillveislu heima hjá sér.  Við fjölskyldan fórum að sjálfsögðu í afmælið hjá afa sem var að mestu haldið úti í góða veðrinu.  Yngsti sonur fór hamförum í afmælinu, mikið hlakka ég til þegar allir strákarnir mínir verða orðnir nógu gamlir til að maður geti verið áhyggjulaus í svona mannfagnaði og njóta þess að spjalla við frændur og frænkur sem maður hefur ekki séð, jafnvel svo árum skiptir.

Ég á margar góðar minningar tengdar afa mínum.  Þegar ég var lítil var þeirra heimili afa og ömmu mjög spennandi í mínum huga, ef ég reiddist foreldrum mínum hótaði ég því stundum að ég ætlaði bara að flytja til þeirra.  Amma vann hjá Nóa og Sírius og okkur barnabörnunum fannst það ekki leiðinlegt.  Afi vann hjá Áburðarverksmiðjunni og fórum við barnabörnin oft á jólaböll og aðra mannfagnaði þangað, og það var sko ekkert smá ferðalag í þá daga.

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá því í gærkvöldi í albúm sem heitir afmæli hjá afa

Set inn eina hér af ömmu og afa saman

afi og amma

Out

Kolbrún


Líf og fjör í Laugardalnum í dag

Jæja, þá er enn ein helgin búin.  Ég var að hugsa um það yfir kvöldmatnum að mér finndist stundin okkar vera svo oft í sjónvarpinu, það hlýtur að segja mér að mér finnst alltaf vera sunnudagar. 

Elsti sonur var í aðalhlutverki í dag en hann var að keppa á sundmóti alla helgina.  Við fórum auðvitað í Laugardalshöllina til að fylgjast með honum og mikið rosalega stóð hann sig vel. Þarna voru saman komnir mörg hundruð krakkar á öllu aldri, allsstaðar að landinu og ríkti mikið fjör samhliða keppnisandanum.

P1010001   P1010002  P1010003

Eftir að sundmótinu lauk í dag fórum við stórfjölskyldan í heimsókn til tengdaforeldra minna.  Þar var okkur boðið hreint frábært heimabakað speltbrauð og vorum við leyst út með uppskrift.  Það var því bakað á heimilinu í síðdeginu og búið að smyrja ofan í öll nestisboxin nýbakað speltbrauð.

Þar sem nokkrar umræður sköpuðust á blogginu mínu fyrir nokkru um notkun spelts í matargerð læt ég fylgja með uppskriftina af þessu góða brauði sem var bakað hér í dag

6 dl gróft spelt

1 dl hveitiklíð

1 tsk salt

5 tsk lyftiduft

Grasskersfræ og sólblómafræ eftir smekk

5 dl AB mjólk

Öllu hrært saman og sett í mót, bakað í 40 mín við 175 gráður.

Verði ykkur að góðu

P1010005

Kolbrún out


Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 311871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband