Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.....

Vitið þið hvað ég fór að spá í í gærkvöldi?

HVAÐ GERÐI ÉG EIGINLEGA Á KVÖLDIN ÁÐUR EN ÉG FÉKK TÖLVU???????

Í gærkvöldi var MSN eitthvað bilað hjá mér og ég komst ekki inn..... og mér eiginlega brá þegar ég uppgötvaði það hversu háð ég er orðin tölvunni og MSN á kvöldin.  Eitt kvöld og ég var alveg ómöguleg.  Fór margoft yfir það í huganum að þessi bilun væri náttúrulega alveg ótæk þar sem ég ætlaði að tala við stelpurnar úr vinnunni á msn..... sem auðvitað mátti bíða og reyndar beið og engin skaði skeður.  

Ég eignaðist ekki tölvu fyrr en árið 1997.  Þá var ég 27 ára.  Í dag get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið var og engin tölva... ég held að ég sé haldin sjúkdómi, tölvufíkn.  Þetta er ekki góð þróun.... ég er orðin  svo gömul að ég man varla hvað ég eyddi kvöldunum í fyrir 10 árum síðan.   

Hvernig er þetta með ykkur?  Eruð þið orðin háð tölvunni?  Ég vona að ég sé ekki ein um þetta, hee og á reyndar ekki von á því heldur, spurning hver þorir að viðurkenna það.

ist2_3328833_computer_love

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En að aðeins öðru.  

Hlynur náði í tryggingarfélag þess sem keyrði á hann í síðustu viku.  Við vorum búin að reyna að fá að gera lögregluskýrslu en lögreglan í Danmörku vill ekkert af svona árekstrum vita, segir að hér séu árekstrar á hverri mínútu og ef lögreglan ætti að blanda sér í málin, þá gerði hún ekkert annað.  Viðbrögðin hjá tryggingarfélaginu voru aftur á móti frábær.... sá sem keyrði á Hlyn hafði sjálfur tilkynnt áreksturinn til þeirra strax á föstudaginn og sagt þeim að hann hafi verið í fullum órétti... þannig að í dag fengum við símtal frá bílaverkstæði og fórum með bílinn í mat þangað í dag... og hann á tíma í viðgerð þann 31. mars  (spáið í biðtíma) og við fáum lánsbíl á meðan.... semsagt alveg eins og við vildum hafa hlutina, helst að við hefðum viljað bíða aðeins skemur eftir þjónustunni en við vitum það bara að við erum í Danmörku og þar gerast hlutirnir hægt.

Meira var það ekki í kvöld

Kolbrún 


ÖRYGGISNETIÐ

þrátt fyrir marga kosti sem fylgja því að flytja til útlanda, þá eru því miður líka ókostir við það.  Hvað mig varðar, þá er það erfiðast að sakna fjölskyldu og vina og þá sérstaklega þegar eitthvað mikið er um að vera s.s jól, afmæli og aðrar hátíðir.  Ég sakna líka margra neysluvara frá Íslandi.  En mest sakna ég öryggisnetsins okkar.... að hafa okkar nánustu hjá okkur .  Frá því að við fluttum hingað til Danmerkur, þá höfum við Hlynur einu sinni gert eitthvað saman, bara fyrir okkur tvö.  Það var þegar tengdaforeldrar mínir komu í heimsókn og við skelltum okkur á jólahlaðborð í Kaupmannahöfn, það var æðisleg helgi:) 

Áður en við fluttum til Danmerkur fórum við til útlanda á hverju ári bara tvö og oftar en einu sinni.  Við vorum líka dugleg að biðja okkar nánustu að leyfa strákunum að gista til að geta hitt annað fólk, gert okkur dagamun.  Í dag erum við í þeirri stöðu að hafa ekki okkar öryggisnet hjá okkur og þótt það séu alger forréttindi að fá að hafa börnin sín alltaf hjá sér - þá kann maður í raun enn betur að meta þær stundir sem við eigum fyrir okkur.

Hlynur kom mér á óvart í gærkvöldi.  Rétt fyrir miðnættið sagði hann mér að hann ætti frí í dag... við ættum semsagt frídag saman bara tvö, þar til hálf tvö þegar vinnan kallaði.  Og dagurinn okkar var æðislegur.  Við fórum í bæinn saman og fórum svo út að borða á Jensens (enn ekki) í hádeginu og fengum okkur Nachos og Hádegisbuff (ok ok hlynur fékk sér hamborgara, hann fær sér alltaf hamborgara).

Það er gott að njóta þess stundum að fá daginn fyrir sig.... og enn betra þar sem það kemur nær aldrei fyrir þessa dagana, vikurnar og mánuðina heh  .    Nauðsynlegt fyrir alla, því að þó svo að við eigum börn sem við elskum út af lífinu, þá verður maður samt stundum að setja sjálfan sig í fyrsta sæti.  Ef við erum ekki ánægð saman, þá verða börnin okkar heldur ekki ánægð.

two-hearts

Knús á liðið

Kolbrún 


Foreldraviðtal í Egebjergskolen

Í dag vorum við Hlynur boðuð á foreldrafund upp í skóla hjá strákunum vegna Jóns Inga.  Var um að ræða annað af árlegum viðtölum við foreldra og að sjálfsögðu var Jón Ingi með okkur í viðtalinu.  Ólíkt því sem tíðkast heima á íslandi, þá var ekki frí í skólanum í dag vegna viðtalanna, heldur byrjaði okkar viðtal kl 17:20.  Kennararnir semsagt taka öll foreldraviðtöl utan hefðbundins skóladags og finnst mér það alveg frábært og kannski að Ísland gæti tekið þetta upp eftir Dönunum.

IMG_3343Foreldraviðtalið gekk ágætlega.  Við vorum búin að spyrja Jón Inga hvort hann vildi segja okkur eitthvað fyrir viðtalið sem hann héldi að kæmi okkur á óvart.  Hann sagði það ekki vera en bætti því við að hann væri nú kannski ekkert stilltasti nemandinn í skólanum, eins og mér hefði einhverntímann látið mér detta það í hug.   Það voru ekki gerðar neinar alvarlegar athugasemdir námslega hjá Jóni Inga í dag.... hann þarf jú að læra margföldunartöfluna betur en eftir viðtalið kom í ljós að hann hefur ekki viljað það vegna þess að honum finnst stærðfræðikennarinn í bekknum svo leiðinlegur að hann vill fá að vera í móttökubekknum í stærðfræði.  Við reyndum okkar besta í að telja honum trú um að hann væri að læra fyrir sig en ekki fyrir miðaldra konu í Egebjergskolen.  Og svo var lítillega minnst á að Jón skrifi ekki nægilega vel... en common, honum finnst graffiti skrift flottasta skrift í heimi, jafnvel þótt það sé erfiðara að skilja hana.  Besta fagið hjá Jóni er enskan og fékk hann mikla gullhamra frá enskukennaranum sínum sem sagði hann vera bestan í bekknum í ensku og að það væri merkjanlegur munur þegar hann væri í bekknum að kennslan færi á efra plan, ekki slæm umsögn þar á ferð.   En annars var bara allt í fína svona yfirhöfuð og sumar athugasemdirnar bara til að hlæja að, s.s að Jón Ingi þurfi of oft að prumpa í skólanum.... ef ég væri færari í dönsku hefði ég eflaust sagt kennurunum að hann ætti nú ekki langt að sækja það.

Þar sem við komum ekki heim fyrr en að ganga sjö í kvöld, ákvað ég að skella bara pylsum í pott og hafa í kvöldmatinn.  Pylsur voru alltaf vinsæll matur á Íslandi en hér í Danmörku vill engin sjá þennan mat.  Ástæaðan.... jú pylsurnar eru vatnskenndar og bragðlausar.  Pylsubrauðin koma í pokum og eru óskorinn, þau eru svo þurr að það er ekki hægt að skera þau án þess að brjóta þau... þarna gætum við Íslendingar kennt Dönum, sendum þá á námskeið hjá Myllunni í að baka pylsubrauð, bestu pylsubrauð í heimi:)  Og ég sem hélt að Danir væru svo mikil pylsuþjóð, ekki vantar pylsuvagnana þeirra út um allar jarðir.  

Set að ganni hér inn myndir af Jóni Inga og Birni vini hans sem ég tók í dag... og svo auðvitað eina af Emil þegar hann var að birgja sig upp fyrir foreldraviðtalið, heh

IMG_3342 IMG_3345

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Over and out

Kolbrún 


Þetta er júróvision lag

Þá er helgin búin.  Helgin sem við héldum að yrði alveg dauð og ekkert var planað... en það breyttist allt og má segja að við höfum verið á fullu alla helgina as always.

Við fórum í barnaafmæli hjá Bjarna sem býr hérna í Mosanum en hann varð 5 ára um helgina.  Hann og Emil eru saman á leikskólanum og virðast ná vel saman í leik þar.  Bjarni hefur engu týnt niður í íslenskunni sinni og eru þeir félagarnir báðir mjög málglaðir.  Ætli þeir nái ekki svona vel saman vegna tungumálsins,gæti trúað því.  En við hjónin fórum með Emil í afmælið og hittum þar auðvitað fullt af íslendingum, bæði fólk sem við könnuðumst við og annað fólk sem við höfðum aldrei séð áður.  En bara huggulegt.

Fórum í matarboð til Rakelar og Svavars Eftir afmælisveisluna, fórum við beint í matarboð til Rakelar og Svavars og hittum þar Ragga og Bertu.  Og maturinn OMG, besti matur í heimi.  Barbeque rifjasteik steikt á útigrilli og hotwings með frönskum kartöflum og grænmeti.  Ég get ekki hugsað mér betri mat.   Eftir matinn, urðum við stelpurnar einar eftir í kotinu, þar sem kallarnir fórnuðu sér í barnauppeldi heh... og horfðum við á beina útsendingu frá júróvísion frá íslandi.  Ég hafði aldrei heyrt neitt af þeim lögum sem voru spiluð og sungin í gær og því hafði ekkert lag eitthvað forskot í mínum huga.  Mér fannst besta lagið vinna og vona að nú komist Ísland loksins upp úr undankeppninni, við erum allavega með svona týpisk júróvision lag.  En sum þeirra laga sem voru spiluð og sungin i gær fannst mér alveg hreint hreinasta hörmung og ég spyr mig, fyrst að þessi lög komust í úrslitaþáttinn, hvernig voru þá eiginlega lögin í forkeppninni???  En ég held að við stöllur höfum allar verið sammála um að senda Friðrik og Regínu út og .....

 

Daginn í dag tók ég snemma og leyfði elskulegum manninum mínum að sofa út, jafnvel þótt það sé konudagurinn sjálfur i dag.  Hann sat að svamli hér í nótt með Svavari miklu lengur en ég.  Við drifum okkur svo út fyrir hádegið og fórum í garð sem er hér rétt í nágrenninu sem heitir Bygholm Park.  Þar eru fullt af leiktækjum og svo endurnar á tjörninni sem heilluðu strákana mest.  

Fallegt umhverfi þar Við eyddum löngum tima i dag í garðinum... bæði við að næra endurnar og svo í leiktækjunum.  Svo gaman fannst Emil í dag að hann fór hágrátandi aftur í bílinn, hann vildi ekki fara úr garðinum.  En hann sættist þó fljótlega, enda með loforð um að þangað verði farið aftur með honum seinna.

 

 

 

 

 

 

 

 

Helgina enduðum við svo með pizzupartý og nutum félagskapar Svavars, Viðars og Viktors....  ekki slæmur félagsskapur þar á ferð.

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi.

Gleðilega vinnuviku

Kolbrún 

 

 


Kallinn kominn á pilluna

Svona vildi elskulegur maðurinn minn að yrði fyrirsögnin á færslu kvöldsins, hann hefur húmor fyrir sjálfum sér, það vantar ekki.

En það er ekki af góðu sem blessaður kallinn er kominn á pilluna.  Hann var að keyra heim frá vinnu um miðjan dag í dag, þegar hann lenti í því að það var keyrt aftan á hann.  Hann var þá nýstoppaður vegna umferðartafa í Vejle.  Sá sem var fyrir aftan hann hafði greinilega ekki áttað sig á því að það væri allt stopp og dúndraði aftan á Hlyn.  Hlynur er sem betur fer ekki stórslasaður, en hann fékk hnykk við höggin og kennir sér meins í hálsi, öxlum og niður á bakið.  Hann fór á slysadeildina og var útskrifaður með pilluna eins og hann kallar hana, en auðvitað er um að ræða bólgueyðandi töflu.  Hann á svo að koma aftur í tékk á mánudaginn og byrja svo strax í sjúkraþjálfun.   Bíllinn okkar.... tja það sér þónokkuð á honum, bæði aftan á honum og framan á honum.... við höggið af aftanákeyrslunni kastaðist okkar bíll framan á bílinn fyrir framan. Bíllinn sem keyrði á Hlyn var óökufær á eftir, þannig að eitthvað hefur höggið verið

bíllinn klesstur

bíllinn klesstur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Orsökin á þessari töf í Vejle í dag, var slys á Vejlefjordbroen , sjá  http://www.112alarm.dk/2008/broen22/broen22/htm

1

 

 

 

 

 

 

 

Það er mjög algengt að það séu slys á Vejlefjordbroen.  Ástæðan er vafalaust sú að ökumenn eru uppteknir á brúnni við að skoða hina stórglæsilegu Vejle borg, sem sést svo vel af brúnni og útsýnið alveg frábært.  Ég hef oft sagt það að Vejle sé fallegasta borgin á Jótlandi og er það vegna þess hve fallegt er að horfa á borgina af brúnni.

Það eina sem skiptir okkur máli núna er að Hlynur slasaðist ekki meira:)

Out

Kolbrún 

 


Meðvirk

Ég er búin að fatta það ég er bullandi meðvirk.  Ég er bullandi meðvirk í náminu með manninum mínum.  Alla þessa viku hefur hann verið að vinna að ákveðnu skólaverkefni sem hann fékk comment á í morgun.  Alla þessa viku hefur hann legið yfir bókum og tölvunni því hann vill engu skila frá sér nema það sé 100%.  Alla þessa viku hef ég spurt hann hvernig honum gangi, hvort ég geti hjálpað honum og svo framvegis.

Og í morgun þegar hann fór í skólann til að fá comment á verkefnið, þá var það ég sem var með hnút í maganum, ekki hann.  Samt vissi ég vel að hann væri með mjög gott verkefni í farteskinu, enda búin að fá að lesa það yfir með honum nokkrum sinnum.  Og þegar ég var búin að skutla honum í skólann í morgun, þá eiginlega tók við bið hjá mér til hálf ellefu, því þá vissi ég að verkefnafundurinn hans yrði búin og þá myndi hann láta mig vita hvernig honum gekk.  

Auðvitað gekk honum súper vel og gekk út með verkefnið sitt athugasemdarlaust....

Ég samgleðst svo manninum mínum að fá þetta tækifæri að vera í skóla, þetta tækifæri sem hann er búin að þrá í mörg ár.  Auðvitað er þessi námsleið fyrir hann ekki sú auðveldasta... og það er endalaust hægt að segja og velta sér upp úr því hvaða leið hefði verið valin ef hann hefði tekið stúdentsprófið heima á Íslandi á sínum tíma.   Hann var ekki tilbúin til að læra á þeim árum en í dag þyrstir hann í að fá að læra.  Kannski eru þetta bara örlögin heh... því ef hann hefði staðið sig súpervel í menntaskóla og lært á þeim árum, þá hefði ég aldrei kynnst honum.  Og væri ég þá eins hamingjusöm í dag og ég er?   

Ég er meðvirk! 

Kolbrún out 


Bókin á náttborðinu

Það verður seint sagt um mig að ég sé bókaormur.  Maðurinn minn sér eiginlega um þau mál á heimilinu og er alltaf með nokkrar bækur í gangi í einu. 

Það eina sem ég hef nennt að  lesa í gegnum árin fyrir utan skólabækurnar mínar eru slúðurblöðin... ég elska að lesa þau.  Séð og Heyrt, Vikuna, Nýtt Líf og æi þið hljótið að þekkja þau eins og ég.  Þegar ég var í Bónus, þá hreinlega fannst mér standa á þessum blöðum  SÉÐ og HEYRT - KOLBRÚN KEYPTU MIG   og auðvitað svaraði ég þessarri innri rödd bara játandi.  

Ég hef ekki fengið mörg svona blöð á náttborðið mitt síðan við fluttum hingað út.  En er alltaf jafn ánægð þegar mér áskotnast svona slúðurblað inn á heimilið mitt.... og hef jafnvel heyrt að ég sé ekki viðræðuhæf fyrr en ég sé búin að drekka í mig allt slúðrið.   Það var kannski ágætt eftir allt að Gummi hafi verið stoppaður með 12 kg af slúðurblöðum, ég hefði ekki verið viðræðuhæf í marga daga  NOT...

En ég get ekki lesið sömu gömlu blöðin aftur og aftur og því var því ýtt hressilega að mér að fara að lesa bækur.... Rakel er búin að lána mér þrjár bækur núna með stuttu millibili... ég hélt að ég hefði gaman af þeirri sem ég opnaði fyrst  Viltu vinna milljarð minnir mig að hún heiti  en NOT... ég er búin að láta hana frá mér og það liðu nokkrir dagar þar til ég safnaði kjarki til að prófa að opna þá næstu.   Það var bókin BÍBÍ, ævisaga hennar semsagt skrifuð af Vigdísi Grímsdóttur   og vitið menn, ég er fallinn... mér finnst bókin alveg svakalega skemmtileg og á því ekki von á því að hún stoppi lengi á náttborðinu mínu.  Ég meira að segja tók hana upp í morgun til að halda áfram að drekka hana í mig - og til að ég geri það þarf hún að vera skemmtileg.

5199

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem ég þarf að fara að huga að næstu bókum til að hafa á mínu náttborði, þá er ég soldið forvitinn hvaða bækur þið eruð með á ykkar náttborði

Out

Kolbrun 


Skellt í lás

Síðasta færslan sem verður opin í bili.... á morgun ætla ég að læsa blogginu mínu til reynslu.  Bloggið mitt er persónulegt, einskonar dagbók fjölskyldunnar og er með mikið af myndum og frásögnum úr lífi okkar hér.  Afhverju núna?  Ég hef svo oft velt því fyrir mér að læsa en fundist það erfitt þar sem ekki hefur verið boðið upp á það á moggablogginu að þeir sem ekki hafa lykilorðið geti sent mér póst og beðið um það.  Í gærkvöldi fékk ég svo tölvupóst frá blog.is og þessi fídus er kominn inn í kerfið hjá þeim.

Kæru vinir, ekki hika við að biðja mig um lykilorðið ef ykkur langar að halda áfram að fylgjast með stórskemmtilegu fjölskyldunni og lífi hennar í Danmörku... 

lock

Kolbrún 


Veldu þér viðhorf

Í vinnu minni hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík kynntist ég "lífsspeki fisksins".  Lífsspeki fisksins er engin ný speki, engin nýr sannleikur.  Lífsspekin er aftur á móti matreidd þannig að hún heillar.  Lífsspeki fisksins skiptist í fernt..  Veldu þér viðhorf, Leiktu þér, Gerðu daginn eftirminnilegan og Vertu til staðar.  Ég drakk lífsspekina í mig og upplifi hana sem gjöf frá mínum fyrri vinnustað, gjöf sem ég á eftir að eiga til framtíðar.  Svo áköf var ég að ég náði að smita manninn minn.... svo áköf var ég að ég fór síðar að kenna öðru fólki um lífsspeki fisksins, bæði í formi námskeiða og fyrirlestra. 

Ég gleymdi ekki lífsspeki fisksins þegar ég flutti til Danmerkur.  En ég held að ég hafi hreinlega sett hana aðeins undir koddann til að byrja með.  Maðurinn minn aftur á móti tók hana undan koddanum mínum og rifjaði hana upp með mér.  Auðvitað hefur lífið gengið upp og niður þessa mánuði sem við höfum búið í Danmörku... fyrst eftir að við komum hingað fannst mér lífið ganga niður á móti, mér fannst aðlögunin erfið, mér fannst erfitt að horfa upp á litla barnið mitt líða ílla í leikskólanum og mér fannst erfitt að heyra stóru strákana mína tala um hvað þeir söknuðu heimahaganna.  Síðustu vikur og mánuði hefur lífið í Danmörku aftur á móti tekið skrefið upp...ég er búin að kynnast umhverfinu, strákunum mínum liður vel og hafa eignast vini og Emil er farinn að reka á eftir mér á morgnana því honum liggur svo á að komast í leikskólann. Þegar mér fannst hlutirnir hér hvað erfiðastir, þá var það maðurinn minn sem stóð eins og klettur og minnti mig á lífsspeki fisksins.  Hann sagði við mig...veldu þér viðhorf!!!!!

Ég hef valið mér viðhorf... Ég hef valið mér það viðhorf að njóta þessara ára hér í Danmörku.  Þetta eru ár sem aldrei koma aftur og við höfum úr að spila tækifærum sem við fáum aldrei aftur.  Ég hef valið mér það viðhorf að hafa árin í Danmörku skemmtileg og njóta líðandi stundar.  Ég hef valið mér það viðhorf að nota þennan tíma til að ferðast mikið og fá tækifæri til að upplifa, upplifa nýja staði í heiminum.  Og á því er ég byrjuð... við byrjuðum árið á að fara til London í stórskemmtilega ferð og markmiðið á árinu 2008 er að fara til Íslands, New York, Parísar og einnig að skoða okkur um í Þýskalandi og helst hefur verið rætt að skoða borgina Hamborg og svo Móseldalinn.  Flott markmið fyrir árið??  Þá hef ég líka ákveðið að nota þessi ár til að mennta mig meira... jebb ég hef ákveðið að sækja um inngöngu í haust í mastersnám á Íslandi, mastersnám í stjórnun.  Ég hef valið mér það viðhorf að leika mér, gera daginn eftirminnilegan og að vera til staðar fyrir alla strákana mína.  

Ykkur finnst þetta kannski væmið, en mér er fúlasta alvara.  Lífsspeki fisksins hefur haft ótrúlega mikil áhrif á mig.   Ég vona að engin hafi misskilið síðustu færslu mína um mosavangaveltur, ég er ekki að segja að mér líði ílla hérna, því það er ekki rétt.  Mér líður meira að segja mjög vel hérna núna... ég er bara að draga upp mynd af umhverfinu hér eins og ég hef upplifað það.  En kannski þarf ég líka að breyta mínum viðhorfum til fólksins hér... ég þarf kannski að vera aðeins opnari á því að kynnast nýju fólki og hleypa nýju fólki inn í okkar líf....  Það er til svo margt gott í öllu fólki:)

Ef ykkur langar að lesa meira um lífsspeki fisksins er hægt að lesa á íslensku um lífsspekina á vefslóðinni www.vtlausn.is  og svo er auðvitað hægt að gúggla...

fishclickable

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi umræða var í mínu boði.... ég lofa að stoppa svo í bili í því að vera svona "djúp", þannig að þið eigið von á skemmtilegri færslu á morgun

Kolbrún 


Mosavangaveltur

Þegar við fluttum hingað til Horsens og völdum okkur það að búa í hverfinu okkar sem gengur undir nafinu Mosinn, þá vissum við það fyrirfram að við værum að flytja í íslendinganýlenduna hér.  Mosinn gengur undir nafninu litla Reykavík og eru það í raun orð að sönnu.  Hér heyrist íslenskan úti alveg jafn oft og danskan og bílar með íslenskum númerum eru hér við mörg hús.  Í mosanum er að ég held um 200 hús, húsin eru öll eins og skiptast þau í þrjár götur, Ranunkelvej, Engblommevej og Mosevangen.  Það eina sem aðgreinir göturnar er að hússkeggin eru máluð í mismunandi litum eftir því hvaða götu þau tilheyra.  Í næstum því helming þessarra húsa í mosanum búa íslenskar fjölskyldur og það er því ekki skrýtið að hverfið sé kallað litla Reykjavík.

Það eru kostir og gallar við að búa í Mosanum.  Við mátum það svo að kostirnir væru fleiri fyrir okkur fjölskylduna en gallarnir og held ég að okkar mat hafi verið rétt.  Aðalástæða þess að við völdum okkur að búa í þessu hverfi eru strákarnir okkar og þeirra félagslega aðlögun.... það er heilmikið mál fyrir svona stálpaða stráka að flytja á milli landa.  Flutnings lendingin fyrir þá varð mýkri því að hér hafa þeir leikfélaga í lange baner sem flest allir eru íslenskir.  Hverfið okkar er líka soldið út úr og því hef ég ekki áhyggjur af strákunum hér úti á kvöldin við leik... það er engin stór umferðargata hér í hverfinu.  

En afhverju er ég þá að taka upp þessar vangaveltur.... jú ég er að taka þær upp vegna þess að ég er sjálf aðeins að upplifa það að búa í pínulitlu sjávarþorpi úti á landi á Íslandi þar sem allir þekkja alla.  Við reyndar þekkjum ekki næstum því alla hér en við finnum og við vitum að kjaftagangurinn um náungan hér er mjög mikill.  Og um leið og það kemur mér í raun ekki á óvart þannig lagað, þá kemur það mér samt á óvart.  Hér er mest fjölskyldufólk, allt fjölskyldur sem hafa búið í styttri tíma í útlöndum og allt fólk sem er í sömu sporum.  Þá meina ég í þeim sporum að rífa sig upp með rótum frá fjölskyldu, vinum, öryggisnetinu sínu heima á Íslandi.  Afhverju geta ekki bara allir verið vinir?  Afhverju þarf fólk að hópa sig saman hér í mosanum og velta sér upp úr því hvað náungin í næsta húsi sem er nýfluttur er að gera?  Afhverju er þessum náunga í næsta húsi ekki boðið að vera bara með?  Þetta er það sem er svo skrýtið í okkur mannfólkinu, forvitnin um náungan og þörfin fyrir að velta sér upp úr því sem náungin er að gera.  Grínlaust... það er ekki hægt að reka út ókunan kött sem hefur komið óvart  inn til manns án þess að allir viti það og maður fær svo sjálfur söguna um það hvernig kettinum var hent út nokkru síðar og er sú frásögn mjög fjarri því sem í raun gerðist.  Ég veit það alveg að fullt af fólki hér í Mosanum les bloggið okkar, hvernig veit ég það?  Jú þetta sama fólk nefnilega missir stundum út úr sér hluti sem þeir hafa séð á blogginu.  Afhverju kvittar ekki þetta fólk bara fyrir sig?  Þetta er ein af ástæðum þess að ég er enn að íhuga að læsa blogginu mínu... ekki að ég hafi neitt að fela... heldur vegna þess að ég veit ekki hver er að lesa og forvitnast og vilja ekki kvitta fyrir sig.  Mig langar bara að geta haldið út virku bloggi fyrir vini og fjölskyldu heima á Íslandi en mig langar ekki að halda úti bloggi fyrir forvitna mosalinga sem þora ekki að segja til sín.

Við erum heppinn.  Við eigum góða vini hér í Mosanum, vini sem ég vona að fylgi okkur um ókomin ár.  En engu að síður get ég ekki sagt að það hafi verið auðvelt að komast inn í samfélagið hér...

Ég held að ég fari að baka köku og bjóða nýju nágranna mína velkomna til Horsens... tíðkast það annars ekki að færa nýjum nágrönnum köku til að bjóða þá velkomna???    Nei annars... þau eiga hund.... ég er sjálfsagt ekkert betri en allir hinir sem búa í Mosanum.

Velkomin til Horsens

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband