Aðventan hálfnuð...

Jæja, þá er búið að kveikja á kerti númer tvö á aðventuljósinu... aðventan þessi æðislegi tími virðist ætla að líða alltof hratt.  Engu að síður erum við að njóta hennar í botn.

síðasta vika var viðburðarrík í okkar lífi....

Það sem ber helst er:

Við fórum á jólaball í Hólabergi... þar tróðu upp eurobandið og sveppi kom, ásamt jólasveininum.  Strákarnir skemmtu sér rosalega vel, þó sérstaklega emil þar sem hann heldur mikið upp á sveppa og missir ekki af þætti með honum í barnaefninu um helgar.  mér sjálfri finnst sveppi nú stundum fara yfir strikið í barnatímanum og ekki vera mjög barnvænn,,,, en hvað um það, börnin geta kannski alveg eins lært að gera símaat hjá sveppa eins og hjá bekkjarsystkinum.

emil með friðrik ómari og regínu  jón ingi varð að setjast í fangið á jólasveininum hafsteinn með jólasveininum heh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sveppi og emil  Forstöðumaðurinn með sveppa  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nú... okkur var boðið í heimsókn í leikskólann hjá Emil í vikunni.  Þar höfðu krakkarnir á hans deild æft helgileik og var Emil þar í hlutverki Jóseps.  hann skilaði sínu hlutverki vel og var ég bara stolt af litla stráknum mínum.... hann endaði svo á því að bjóða til kaffisamsætis fyrir hönd leikskólans og þáðum við kaffi, heitt kakó og kökur.  Falleg stund

maría og jósep úr helgileiknum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ég og emil fórum á jólamarkað upp á Skálatúnsheimili í vikunni og var það bara gaman.  Það er ótrúlegt hvað maður þekkir marga ennþá sem eru á skálatúni, auðvitað þekki ég íbúana alla en sama starfsfólkið virðist vera líka að vinna á Skálatúni í stórum stíl, fólk sem vann með mér þar fyrir fjölda árum.

Ég fékk líka einn dekurdag í vikunni.  Fór í klippingu og strípur hjá ekki ómerkari manni en Baldri sem átti áður stofuna mojo.  Það var bara æðislegt að fara til hans og er ég mjög ánægð með klippinguna mína og strípurnar og mun án efa leyfa dýrustu skærum landsins að koma aftur við mitt hár (allavega segir séð og heyrt að hann noti dýrustu skæri landsins og ekki lýgur séð og heyrt9

nýtt lúkk

 

 

Er ég ekki fín

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fer enn í ræktina 5 til 6 sinnum í viku og bæti við, er í trimform með framað jólum.  Ég kannski kemst ekki í kjólinn fyrir jólinn, en ég vonandi kemst í kjólinn fyrir fermingu... það er mitt markmið.

Á laugardagskvöldið var svo hjónaklúbbur hjá okkur... við stelpurnar úr þroskaþjálfaskólanum hittumst ásamt mökum og börnum, vorum alls 17 stykki... og allir koma með einn rétt á hlaðborð.  Þessi kvöld eru mér ákaflega dýrmæt enda um yndislegar stelpur að ræða og yndislega maka þeirra og börn.  Við skemmtum okkur saman í marga klukkutíma og er það núna bara von okkar að Dóra og steini geti verið með okkur næst...

 

Sunnudagurinn var engu að síður tekin með trompi en þá fórum við emil og steini með Fríðu vinkonu minni og Úlfari í jólalandið í hafnarfirði og áttum þar alveg frábæran dag þrátt fyrir nístingskulda.  strákarnir nutu þess að taka þátt í jólaballi með Hara systrum (emil fékk meira að segja að syngja með þeim í míkrafóninn jólalag), auk þess sem þeir hittu bæði íslenska jólasveina og grýlu sjálfa.  Við fríða nutum þess að skoða í verslunarbásunum í jólalandinu en þar er til sölu allskonar íslenskt handverk.  ég freistaðist til að kaupa mér jesúbarnið á steini úr hafnfisku hrauni handgert af nunnunum í Hafnarfirði... rosalega falllegt.  Og kostaði þó ekki nema 550 krónur...

úlfar og emil hittu grýlu í jólalandinu

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudagskvöldinu eyddum við svo í afmæli hjá mínum elskulega mági, Inga Geir og fórum heim sprengsödd, alltof seint.... en það getur gerst þegar maður gleymir stað og stund í gleðinni.  Takk fyrir okkur.

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi

Þið megið vænta frétta af okkur fjölskyldunni aftur að viku liðinni

Lifið heil

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Jeminn hvað er gaman að skoða myndirnar....þið eruð ekkert venjulega dugleg að gera skemmtilega hluti. Mikið væri ég til í að vera með ykkur í þessu öllu saman.

Emil bara flottastur í leikritinu og vá hvað hefur verið gaman á jólaballi Hólabergs, ég sakna Hólabergs ekkert smá

Veistu Kolla....þetta nýja "lúkk" fer þér geggjað vel........haltu áfram að hugsa svona vel um þig, þú átt það svo skilið og maður sér alveg hvað þú blómstrar.

Knús til ykkar allra og ástarþakkir fyrir sendinguna

Berta María Hreinsdóttir, 9.12.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Lúkkið fer þér vel Kolla:) Það er ekki annað hægt víst að dýrustu skærin í bænum voru í hárinu þínu:) Hafið það gott:)

Guðmundur Þór Jónsson, 11.12.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband