Eruð þið byrjuð að bíða eftir nýjum fréttum - fréttum vikunnar:)

Þreytta húsmóðirinn svaf af sér sunnudagskvöldið, missti af Dagvaktinni og alles (mér skilst á eiginmanninum að Dagvaktin hafi ekki verið neitt sérstök í gærkvöldi) og þar af leiðandi fenguð þið heldur ekki vikubloggið í gærkvöldi:)

En hér koma helstu fréttir vikunnar af okkur 

*  Ég er byrjuð að vinna aftur og mikið er gott að komast í Hólabergið sitt aftur:)

*  Ég fór aftur alla daga vikunnar í World Class og ég virkilega er að finna mig þar 

*  Við fórum í eitt afmæli, tvöfalt afmæli hjá Antoni og Aniku... bara gaman

*  Við hittum kunningja okkar frá Horsens sem eru stödd á landinu í vetrarfríiinu, þau Hall, Steinunni, Áróru og Árna Hrafn og við borðuðum með þeim og áttum notalega kvöldstund.

*  Við fengum okkur líka pizzu með Særúnu, Bjössa og börnum í vikunnni

*  Jón Ingi fór í æfingarbúðir í frjálsum íþróttum í Þorlákshöfn um helgina, honum er að ganga rosalega vel í frjálsum.

*  Við fengum að vita fermingadag frumburðarins í vikunni en hann verður fermdur þann 29. mars 2009..... spáið í að ég eigi fermingarbarn

*  Við hjónin skelltum okkur í flensusprautu í dag í boði SSR... mér fannst það vont, en ekki Hlyni.  Hann er greinilega meiri nagli en ég 

Áróra og EMil með Árna Hrafn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrír ættliðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er það nýja vikan sem nú er hafin... hún er enn óskrifað blað :)

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi frá liðinni viku

Enjoy

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ekki skrítið að þú hafir sofið kvöldið af þér, rosalega mikið að gera hjá þér alltaf, sem er bara til góðs. Trúi ekki að þú hafir farið í sprautuna. Alltaf gott að koma "heim" til sín aftur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 21.10.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gaman að sjá mynd af ykkur mæðgunum :) Úff hvað ég er heppin að vera ekki að fara að ferma á næstunni :) það eru ennþá 4 ár í það   Bið að heilsa í kotið

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.10.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Alltaf nóg að gera skemmtilegt hjá ykkur Rosalega lítur þú vel út Kolla mín og frábært hvað þú fílar þig vel í ræktinni.....ekkert smá dugleg.
Emil og Áróra algjörar dúllur saman.
Knús í krús til ykkar allra

Berta María Hreinsdóttir, 21.10.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband