Vikubloggið....

Jæja, þá er enn önnur vikan búin... önnur vikan sem ég var ekki í vinnunni en mér er farið að líða mikið betur og á því von á því að fara að vinna í næstu viku.

Það sem stendur hæst eftir er vikuna er ýmislegt:

*  ég fór á morgunverðarfund um einelti og forvarnir á Hótel Loftleiðum og var sérstaklega ánægð með að fá tækifæri til að sitja þennan fund

*  Hafsteinn minn var með tómstundaklúbb með 6 bekkjarfélögum í vikunni og skipulögðum við skautaferð og svo fórum við hingað heim þar sem allir gerðu sínar eigin pizzur... allir rosa ánægðir með þann dag enda mjög vel heppnaður.... ég þakka Guðrúnu og Guðný vinkonum mínum fyrir hjálpina þann dag:)

*  Ég skráði okkur í geðræktarhlaup sem fram fór í gær og hlupum við 2 km skemmtiskokk.  Ég og strákarnir gerðum eiginlega soldið met.. Jón Ingi var fyrstur í mark á 8.14 mín en ég og Emil vorum síðust í mark (enda fannst Emil þetta ansi langt).   En allir fengu verðlaunapening í lokinn og Kristal og fóru sáttir heim á leið.

*  Við fórum líka út í Viðey... en Yoko Ono er að bjóða landsmönnum í Viðey þessa vikuna frítt i tilefni af afmæli Johns Lennons heitins.  Það var bara æðisleg ferð og gaman að fá að sjá loksins friðarsúluna með berum augum..... við eyddum góðum tíma þar og skemmtum okkur mjög vel:)

*  Svo fórum við í afmæli til Erlu Bjargar sem er alltaf svo sæt:)

*  Ég fór í world class alla dagana í síðustu viku og er rosa ánægð með með mig og sé að þolið er aðeins að aukast

*  Hlynur ákvað að joina mér og er hættur að reykja sígarettur....

Strákarnir mínir komnir í geðræktarbolina að gera sig klára í hlaupið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta finnst mér svo fallegt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm frá síðustu viku:)

Hvað næsta vika ber í skauti sér veit engin ennþá... vonandi verður rólegra í efnahagsmálunum en verið hefur í þessari viku....

En ég veit að við strákarnir ætlum að byrja vikuna á því að fara í afmæli til Antons og Aniku í dag og hlökkum mikið til:)

Verum góð við hvort annað

Kolbrun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þvílík heilsuefling á fjölskyldunni :)

Flott hjá ykkur.

Kær kveðja frá ykkar Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 12.10.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Rosalega gott framtak hjá ykkur. Ég er stoltur af ykkur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 12.10.2008 kl. 18:02

3 identicon

  VÁ VÁ rosalegur kraftur er í þér stelpa. Þú slærð öll met í þessari fjölskyldu. Flottar myndir af prinsunum allir jafn flottir.

Gangi þér allt í haginn.       KV Erla.

Erla (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Það sem þið eruð dugleg.....stórt knús til Hlyns með að ætla að hætta að reykja sígarettur, það er fín byrjun

Berta María Hreinsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:28

5 identicon

Takk fyrir síðast ,það var bara gaman að kom til ykkar í heimsókn og hitta alla þessa frábæru krakka.

Guðný (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Vilborg

KNÚS

Það er frábært að heilsan skuli vera að batna.....gangi þér og ykkur vel í framhaldinu

Vilborg, 12.10.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðar kveðjur til þín, duglega kona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband