Miklar breytingar á einni viku

Heil og sæl

Þið hafið sjálfsagt tekið eftir því að ég er ekki alveg að nenna blogginu mínu þessa dagana en hef gert mér það markmið að skrifa allavega einu sinni í viku og setja þá líka inn nýjar myndir frá lífi okkar fjölskyldunnar.

Í raun má segja að síðasta vika hafi skapað ákveðin þáttaskil í mínu lífi.  Ég þurfti að horfast í augu við það að vera send í veikindaleyfi frá vinnunni minni... vinnunni minni sem er mér ótrúlega mikils virði og þangað hlakka ég til að mæta hvern morgun... og það að ég skuli vera óvinnufær að mati lækna var áfall útaf fyrir sig... en að hugsunin um að geta ekki mætt í vinnu hvern morgun var mér erfiðari.

En ég ákvað að velja mér viðhorf og snúa vörn í sókn.  

Ég ákvað að nota þennan tima sem læknirinn sagði mér að vera í hvíld til að hugsa eingöngu um sjálfa mig og reyna að búa til lífstíl sem mig langar að halda áfram að lifa eftir þegar ég fer aftur inn í samfélagið sem "heilbrigður" einstaklingur.  Læknirinn minn hafði jú mælt með því við mig að fara í heita potta í sundlaugunum til að reyna að losa um vöðvabólgu en det var det.

Ég sjálf ákvað að ganga skrefinu lengra og fór og keypti mér kort í world class og hef mætt þangað samviskusamlega alla vikuna og farið svo í sundlaugarnar á eftir og synt mína 200 metra.  Ég hef svo endað á heita pottinum:)  Og ég hefði ekki trúað því hvað mér finnst þetta gaman.

Í fyrramálið á ég að hitta þjálfara í Laugum sem fer með mér yfir öll þau tæki sem stöðin hefur upp á að bjóða og kennir mér og ráðleggur mér og mikið hlakka ég til þess... eins og staðan er í dag, þá held ég að ég þurfi BA gráðu til að læra á World Class í Laugum.... en sjáum til.

En ég hef svo gengið enn lengra í síðustu viku... pantaði mér tíma í fótasnyrtingu og er með flottustu tásurnar í bænum með naglalakki og allt.... (þið sem ekki vitið, þá er ég almennt með ljótar kartneglur sem komu í kjölfar bruna).  

Þannig að markmiðið er að vera bara að halda áfram að láta mér líða vel... og á morgun á ég líka tíma í klippingu, bara gaman:)

Bræðurnir með ömmu og afa  Emil með einum að leikara Skilaboðaskjóðunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

En vikan hefur að sjálfsögðu verið skemmtileg með strákunum mínum...

Við fórum í leikhús og sáum Skilaboðaskjóðuna, bara gaman.  

Við fórum í bíó á Lukku Láka (strákunum fannst hún skemmtileg, ég svaf)

Mamma átti afmæli 2 október og bauð okkur í æðislegt lambalæri

Edda Helga frænka mín á afmæli á morgun og bauð okkur í flotta afmælisveislu í dag

 

Hvað skyldi svo næsta vika bera í skauti sér.... það sem engin veit ennþá

Fullt af nýjum myndum í albúmi

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Haltu áfram að dekra við sjálfa þig.....þú átt það svo sannarlega skilið.
Skilaðu kveðju til strákanna þinna

Berta María Hreinsdóttir, 6.10.2008 kl. 14:18

2 identicon

Veit ekki alveg hvað á að skrifa, það er örugglega erfitt að vera í þessari stöðu en sennilega hefur það bara gott eitt í för með sér.  Gangi þér sem allra best í því sem þú tekur þér fyrir hendur á næstu vikum og væntanlega áfram.  Svo heilsum við upp á endurnærða Kollu þegar fram líða stundir því ef einhver getur þetta þá er það þú, reykingar, nei takk, hreyfing, já takk.  Baráttukveðjur, Ella.

Ella (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Frábært hjá þér Kolla, gengur ekki allt vel í sambandi við smókinn ??

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Jú, Guðborg mín

Ég er hætt að reykja:)

Kolbrún Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

VÁ!! Þú erður allt önnur Kolla. Ætti maður að þekkja þig? Gangi þér rosalega vel í þessu öllu saman. Mikið er ég feginn að doksi sendi þig í frí til að hugsa um sjálfa þig, enda hefur þú ekki gert það í langan tíma. Stattu þig kona. Saknaðar-Báráttu kveðjur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 7.10.2008 kl. 13:53

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Vonandi nærðu að hvíla þig og endurnærast í þessari pásu.  Gangi þér allt í haginn og hlakka til að hitta þig þegar þú kemur til vinnu aftur

Anna Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 21:32

7 identicon

  Til hmingju Kolbrún mín. Hvaðan færð þú alla þessa orku? þú mátt alveg gefa mér uppskrift. KV Erla

Erla (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Stundum tekur lífið áður óvænta stefnu en svo þegar maður lítur til baka þá sér maður að þessi leið var einmitt sú besta í stöðunni og maður kemur miklu sterkari inn á hraðbrautina aftur :)

Farðu vel með þig elskan.

Knús úr Danaveldinu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 12.10.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband