Það er fluga í súpunni minni

Eða var það hundur í innkeyrslunni minni.....

Ég er ekki að grínast með hvað ég er óstjórnlega hrædd við hunda.  Það er bara sjúklegt.  Í vikunni lenti ég í því að ég þurfti að skreppa heim úr vinnunni til að ná í ákveðna lykla.  Renni bílnum inn í innkeyrsluna og á eftir bílnum kemur hlaupandi hundur.  Hann sest í innkeysluna mína og horfir á mig með slefið út um allt.... eftir korter sat ég enn í bílnum og spáði í hvað einn hundur gæti horft lengi á mig... en að ég hafi þorað út úr bílnum... ekki séns.

Það var því hundurinn sem gafst upp að lokum og hljóp í burtu þannig að ég náði að komast í hendingskasti upp tröppurnar og stinga lyklinum í skrána og skella fast á eftir mér hurðinni með hjartsláttinn á allof miklu tempói.

Eftir að hafa róað mig aðeins niður hérna heima, þá var aftur haldið út í bíl, enda vinnudagurinn bara rétt tæplega hálfnaður.  

Ég sá hundinn ásýndar við leikskóla yngsta sonar....

Ég brunaði framhjá honum á ofurbílnum mínum með símann á eyranu

Þar fékk ég loksins svar...

HUNDAEFTIRLITIÐ GÓÐANN DAGINN

cartoon_dog.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki séns að ég hafi samt náð í hundaeftirlitið í fyrstu tilraun

Ó nei

112

gef þér samband við lögreglu

Lögreglan:  Ef hundurinn er ekki búin að bíta neinn komum við ekki... ef hundurinn er búin að bíta einhvern komum við og skjótum hann.  Hrindu í Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg góðan daginn

Ég gef þér samband við umhverfissvið

Umhverfissvið góðan daginn

Já, ég gef þér samband við Hundaeftirlitið

Hundaeftirlitið... ég skal gefa þér gsm símann hjá hundaeftirlitsmanni

HEHEHEHEHE

ÞAÐ SÍMANÚMER VERÐUR GEYMT EN EKKI GLEYMT

Það er ekki gott fyrir "besta vin mannssins" að lenda í mínum klóm

Kolbrún out

 

PS... Jónína... við viljum svo gjarnan hitta ykkur þegar þið komið til Íslands... hringdu í mig þegar þið lendið í síma 8562334 og við mælum okkur mót... eruð þið game í að koma í mat til okkar?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Dísess, mætti halda að u værir að reyna að ná í forsetann. Meina það sko. Þetta er alveg ömulegt fyrir þá sem eru hræddir við hunda. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 18.9.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

hehe þetta er nú bara fyndið Kolbrún.  Hvernig þorirðu þá að koma til mín í heimsókn?  Þú sem varst hérna í 3 vikur um páskana og bjóst á meðan með hundi

Helga Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Æ sorry mundi ekki að það var ekki hundur á heimilinu á þeim tíma (vorum svo stutt án hunds að það er eins og það hafi ekki gerst).  En allavega í viku í nóvember varstu innan um hund hjá mér og það var ekkert mál.  Hélt þú hefðir unnið einhvern bug á hundafælninni þá.

Helga Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Eins og mér finnst flestir hundar mikil krútt þá leið mér ekkert rosa vel þegar ég kom heim úr bænum í fyrradag og stór Scheffer hundur kom töltandi á móti mér Ég var ekki lengi að labba inn og loka á eftir mér.
Ég held nú samt að ef ég hefði hringt í hundaeftirlitið hér í Danmörku að það hefði nú bara verið hlegið að mér......enda hundar út um allt hér.....og hundaskíturinn með

Heyrumst bráðlega Kolla mín.....ég lofa

Berta María Hreinsdóttir, 19.9.2008 kl. 08:27

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Kolla hringdir þú í hundaeftirlitið,  haha Blíða biður að heilsa þér

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:06

6 identicon

´´   Eg var einmitt að spá hvort,þú gætir passað fyrir mig,næstu helgi Gosa og snúllu,þau eru svo hrifin af þér.

Guðný (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband