10.9.2008 | 21:40
Hvar er þessi Guðmundarlundur.....
Guðmundarlundur... vitið þið hvar hann er?
Það var bekkjarkvöld hjá miðsyni í dag.... það átti að hittast kl hálf sex í Guðmundarlundi í Heiðmörk og grilla pyslur og fara í leiki. Spennandi...það fannst mínum syni allavega.
Við fórum að stað um fimmleytið... spurðum aðeins til vegar hvernig við ættum að komast í Heiðmörk, við útivistarfólkið hahahha. Takk pabbi. Við keyrðum inn um Heiðmarkarafleggjarann og við keyrðum og við keyrðum og við keyrðum og við keyrðum... engin Guðmundarlundur. Fundum kort yfir Heiðmörkina... engin Guðmundarlundur.
Hittum vin miðsonar og hans fjölskyldu og keyrðum á eftir þeim... snérum við með þeim... keyrðum lengra og aftur. Engin Guðmundarlundur.
Það var farið að þykkna í okkur.
Einum og hálfum klukktíma seinna fundum við Guðmundarlund....og þá orðin klukkutíma of sein í partýið...
Á ég að segja ykkur hvar Guðmundarlundur er?
Nefnilega fyrir ofan Bónus í Ögurhvarfi (keyrir þar upp brekkuna og svo niður til hægri þegar þú ert búin að keyra vel upp brekkuna)
Finnst ykkur það vera í Heiðmörk?
Afhverju var sagt í dreyfibréfi til foreldra að við værum að fara í Guðmundarlund í Heiðmörk, þegar við vorum svo bara að fara rétt fyrir ofan Bónus.
Pirr Pirr
En áttum samt góða stund upp í Guðmundarlundi í dag, grilluðum pylsur og strákarnir fóru í leiki:)
Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér. Þegar ég var ung og í grunnskóla, þá man ég ekki eftir því að mamma og pabbi hafi verið að fara með okkur systrunum á bekkjarkvöld og allskonar kvöld og að foreldrar mínir hafi þurft að taka sér frí í vinnu til að fara í skólann og skoða námsbækur okkar systra fyrir skólaárið minnist ég ekki og ekki minnist ég þess að foreldrar mínir hafi þurft að sitja með mér 10 messur áður en ég var ferrmd. Það eina sem ég man frá minni skólagöngu var að mamma var stundum boðuð á foreldrafund í skólann og var hún þá ein inn í stofunni með kennaranum og ég beið frammi... ég man enn hvað mér leið ílla að bíða frammi og vita ekkert hvað fór fram þarna inn í skólastofunni.
Mér finnst að mörgu leyti jákvætt að foreldrar séu meira virkir í lifi baranna sinna en það má bara ekki fara út í öfgar. Mér finnst gaman að mæta á bekkjarkvöld til strákanna minna og vera með þeim í því sem þeir eru að gera. Aftur á móti skrópaði ég á foreldrafundi í Breiðholtsskóla í dag, þar sem allir foreldrar grunnskólabarna í Breiðholti áttu að vera. Ég var eiginlega búin að fá nóg eftir bekkjarkvöldið. Vond mamma?
Jæja....
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hélt nú að allir vissu ,hvar Guðmundarlundur væri Kolla min,við lærðum um hann í grunnskólanum ef ég man rétt.Þú hefur væntanlega skrópað í þeim tíma.hehe
Snúlla (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:13
Mikið er ég sammála þarna, öllu má nú ofgera. Þegar maður er með 3 börn í skóla á sitthvoru skólastiginu þá kemst maður hreinlega ekki yfir þetta. Það er þó bót í máli að foreldraviðtölin eru sett núna saman hvert eftir öðru og nú þarf maður ekki lengur að taka frí allan þann dag. Þetta á að vera ánægja, ekki kvöð.
Friggja (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:47
Kolla, það sem ég hef kynnst þá verður þú aldrei vond mamma. En mikið er gaman að heyra að Guðmundarlundur er til, ég þarf að skoða þennan lund. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 10.9.2008 kl. 23:01
Það er nú ekki hægt að ætlast til að allir foreldrar komist á alla fundi alls staðar....þú þarft sko ekki að fá móral yfir þessu.
Ég hef heldur aldrei heyrt um þennan Guðmundarlund......en það er kannski af því að ég er að norðan
Berta María Hreinsdóttir, 11.9.2008 kl. 15:15
Elkan mín!!! þú hefðir betur sagt mér að þetta væri í Guðmundarlundi því að hann er nefnilega í Kópavogi eins og stór hluti af Heiðmörkinni. Kópavogur liggur hálfspartinn í kringum Reykjvík híhí.
Já, það er sko eins gott að hafa vinnuveitendur sem eru skilningsríkir hvað skóla ganga barnana varðar!
kv Særún
Særún (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 17:07
Kolbrún mín amma þín og afi áttu sumarbústað rétt hjá Guðmundarlundi.
KV Erla.
Erla (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.