1.9.2008 | 20:20
Í fréttum er þetta helst......
Þvílík leti
Að nenna ekki einu sinni að setjast niður og skrifa nokkrar línur inn á bloggið... uss uss
Hvort sem þið trúið því eður ei...ÉG ER ENNÞÁ REYKLAUS og það eru komnir 9 dagar. Hver hefði trúað því heh. En auðvelt er þetta ekki, það skal ég játa.
Emil minn er byrjaður í leikskóla aftur á Íslandi. Og þvílík hamingja hjá þessum litla manni. Það þurfti sko ekki að vekja hann í morgun, heldur spratt hann upp úr rúminu þegar klukkan hringdi og fór í fötin sem búið var að taka til fyrir hann og svo lá við að hann biði við útidyrahurðina eftir því að klukkan yrði átta. Hann fór svo á tveim jafnfljótum ásamt pabba sínum á leikskólann eitt sólskinsbros og vildi ekki láta sækja sig fyrr en klukkan sló fjögur. Þá var farið með prinsinn í bæjarferð, því að þegar maður er að byrja aftur á leikskóla, þá vantar manni ýmislegt eins og öllum skólastrákum. Í dag vantaði prinsinum á heimilinu flíspeysu en áður hafði hann fengið Latabæjarpollagalla og héldum við foreldrarnir að hann væri þá klár... en nei... flíspeysa þarf að vera til. Ég fór með hann í 66 gráður norður og reyndar labbaði mér beint inn í útsölumarkað þeirra... þar dvöldum við Emil víst í 20 mínútur að karpa um hvort það yrði blá eða brún peysa sem yrði keypt. Emil hafði vinningin og bláa peysan var keypt (ég ætlaði að vera svo hagsýn og kaupa aðeins stærri peysu sem var ekki til í bláu) og labbaði hann sér út úr búðinni skellihlæjandi með bláu peysuna og bláa vettlinga í stíl, sigri hrósandi yfir því að hafa unnið orrustuna við mömmu sína
Viljið þið að ég taki símaumræðuna líka í kvöld heh
Við fjölskyldan erum formlega hætt að skipta við símann, landssímann. Við höfum svo sem alltaf verið ánægð með þjónustuna sem blessaður síminn veitir og höfum ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum NEMA VERÐINU. Ég þurfti áfallahjálp eftir að hafa opnað fyrsta símareikninginn frá þeim og vitið menn, það voru bara svona allskonar gjöld og þjónustugjöld en næstum engin notkun. Við ákváðum þvi að fara í verkfall við blessaðan landssímann og segja honum stríð á hendur. Löbbuðum okkur í Tal í dag og fórum út með nýjan samning í vasanum og nýja gemsa líka á línuna sem við fengum í kaupbæti. Ekki slæm skipti það. Nú get ég bara hringt og hringt og hringt og hringt... vissuð þið að pabbi minn kallaði mig SÍMON þegar ég var lítil hehe
Jæja, out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ROFL!!! Pabbi kallaði mig líka alltaf SÍMON...Kolla ég er að segja þér það, við höfum verið systkini í fyrra lífi. Hann Emil minn veit sko hvað hann vill. Eru nýju símarnir flottir? Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 1.9.2008 kl. 20:58
Ég veit sko allt um það . Fenguð þið ekki líka svona heimabíókort með pakkanum?
Helga Jónsdóttir, 1.9.2008 kl. 23:17
9 dagar - til lukku með árangurinn! (bara 3 dagar hjá mér)
Sigrún Óskars, 3.9.2008 kl. 21:23
Þú ert algjör hetja Kolla.....ég veit að þú getur þetta ef þú ætlar þér það
Ég skil Emil vel....blátt er sko miklu flottara en brúnt
Berta María Hreinsdóttir, 4.9.2008 kl. 12:28
Frábært hjá þér að hætta að reykja, það eru komnir 20 dagar hjá mér og þetta er bara vel að ganga.
Ég var að gera alskonar samninga við símann til að reyna að fá þetta verð niður kemur í ljós á næsta símareikning hvort maður er eitthvað að spara á þessu og ef ekki þá segi ég þeim stríð á hendur líka alveg á hreinu
Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.9.2008 kl. 08:29
13.dagurinn að ganga?
vona að þú sért enn reyklaus vinkona ... snilld ef þér tekst að hætta
Rebbý, 5.9.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.