5.8.2008 | 00:38
Uppgjör helgarinnar.....
Versluarmannahelgin að baki... flestir sem við þekkjum fóru úr bænum og nutu veðurblíðunnar í bland við regndropana... Við aftur á móti áttum þá stífustu vinnuhelgi sem við höfum átt lengi hér á heimilinu.
Parketlögn á efstu hæð hússins hófst á laugardag og henni lauk í dag... við nutum góðrar aðstoðar Steinars og Fríðu og þökkum við þeim kærlega fyrir ómetanlega hjálp alla helgina. Þegar ég labba upp stigann heima hjá mér núna, blasir við allt annar veruleiki en ég hef átt að kynnast fyrr... allt nýmálað og með nýju parketi. Þvílíkt sem ég er ánægð með vinnu helgarinnar.
Nú vantar bara að setja upp vegg á efstu hæðinni til að tryggja öryggi yngsta sonar. RAGGI, I MISS YOU
Annars hefur þessi verslunarmannahelgi einkennst líka af gestagangi (og ég sem var að segja að flestir væru úr bænum heh)... en við höfum fengið mömmu í heimsókn, tengdó, Guðnýju vinkonu mína, auðvitað Fríðu og Steinar og fjölskyldu, Gummi kom hér við og í kvöldinu í kvöld eyddum við með Gunnu, Óskari og Erlu Björg. En flestir vita nú að við elskum að fá gesti og lífið okkar væri dapurt án þeirra:) Ég hef oft líkt heimili mínu við umferðarmiðstöðina og á því hefur ekki orðið nein breyting... dyrabjallan byrjar hér snemma á morgnana, vaskir strákar að spyrja um strákana okkar og sem betur fer stoppar dyrabjallan ekki einn einasta dag.
En framundan er ný vinnuvika, örugglega spennandi vika.
Njótum hennar:)
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir mig. Þessi kalóríuBOMBA sko....úff. Alltaf gaman að sjá vinnandi sveitta karlmenn...múhahha. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 5.8.2008 kl. 01:19
allt að detta í reglu á ný á heimilinu ......
Rebbý, 5.8.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.