1.8.2008 | 22:12
Ég hef aldrei farið á alvöru útihátíð
Þá er þessi mesta ferðahelgi Íslendinga runnin upp... sjálf ætla ég að vera heima í Reykjavík þessa helgi eins og reyndar við fjölskyldan höfum alltaf gert um verslunarmannahelgi. Sem unglingur fékk ég ekki leyfi til að fara á svona fyllerísssamkomur, fannst það fúlt þá, en mikið skil ég foreldra mína í dag. Ég biði ekki í svipinn á mér ef unglingurinn minn bæði um að fá að fara á útihátíð....
Aftur á móti hefur skapast ákveðin hefð í fjölskyldunni um þessa helgi. Tengdaforeldrar mínir voru til margra ára búsettir í Vestmannaeyjum en fluttu í menninguna eftir gosið. Þau halda samt ennþá í "þjóðhátíðarhefðir" og hafa boðið okkur til kvöldverðar þessa helgi síðan ég man eftir mér heh. Á því var engin breyting í ár og erum við fjölskyldan nýkomin heim eftir að hafa eytt kvöldinu í Mosfellsbænum í ekta íslenskum grillmat. Á þjóðhátíð í húsi tengdaforeldra minna hef ég tvisvar sinnum fengið tækifæri til að smakka Lunda og fannst mér það afar spennandi matur, mismunandi eldaður í hvort skipti.
Það sem fangar huga minn samt hverja verslunarmannahelgi er... hversu mörg slys verða, verða banaslys? Hversu margar nauðganir? Ég vona að fréttir þessu tengdar verði ekki aðalfréttaefnið eftir helgina.
En yfir í annað...
Það er einn hlutur sem ég er upptekin af því að læra hér á Íslandinu þegar ég fer að versla í matinn. ÉG ÞARF EKKI AÐ EIGA ÞRJÁ HLUTI AF ÖLLU. Í Danmörku virka búðirnar þannig að það eru alltaf magntilboð... keyptu 3 kaffipakka og sparaðu fullt af krónum... keyptu 4 snakkpoka og sparaðu enn fleiri krónur. Ég er eiginlega enn soldið föst í þessu munstri og finnst að ég þurfi að kaupa margar einingar af öllu því sem mig vantar til heimilisins... en þetta hlýtur að lærast upp á nýtt heh. Ég er allavega búin að ná að safna mér ágætis birgðum hér á Íslandi með danska stílnum.
En ég kveð í kvöld
Gangið hægt um gleðinnar dyr
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mér finnst allt annað að krökkum sé ekki hleypt á útihátíðir núna en fyrir 20+ árum síðan Kolla mín. upplifði nokkrar skemmtilegar hátíðir sjálf, en myndi ekki vilja að stjúpan mín færi næstu árin á slíkar skemmtanir
Rebbý, 2.8.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.