Línur úr Breiðholtinu

Jæja gott fólk.

Mér finnst ég eiginlega vera farin að skulda ykkur blogg.  Það hefur heilmikið á daga okkar fjölskyldunnar drifið síðan við fluttum aftur til Íslands.  Hlynur byrjaði á því að mála allt húsið okkar með góðri hjálp frá pabba sínum og bróður, auk þess sem stóru strákarnir tóku virkan þátt.  Það er ekki lítil vinna að mála hérna, því fyrir þá sem ekki vita þá búum við í þriggja hæða húsi.  Við tókum þá ákvörðun að mála allt hvítt og sé ég ekki eftir því... þvílíkt sem er bjart hér hjá okkur núna og það er eins og að húsið hafi hreinlega stækkað.  Á meðan að á öllu þessu stóð, þá byrjaði ég að vinna strax daginn eftir að við lentum á Íslandi... mér finnst æðislegt að vera byrjuð að vinna aftur og finn að ég kem fersk inn í vinnu aftur eftir langt frí.  Það hentar mér mun betur að vera í vinnu en að vera heimavinnandi húsmóðir, þó það hafi verið ágætt að fá að prófa að upplifa það:)

Hlynur losar innsiglið af gámnum Gámurinn með dótinu okkar kom svo á fimmtudaginn í síðustu viku, aðeins 8 dögum eftir að honum var lokað í Horsens.  Ég hafði haft smá áhyggjur af tollayfirvöldum hér á landi því ég hef heyrt að þeir geti verið erfiðir, en það voru óþarfaáhyggjur, því að gámurinn var tollaður á þremur mínútum.  Við fengum góðan hóp af fólki til að aðstoða okkur við að taka úr gámnum og var hann orðin galtómur 40 mínútum eftir að hann kom í hlað.  Við höfum svo eytt síðustu dögum í það að taka úr kössum og koma dótinu okkar fyrir.  Það er eiginlega alveg með ólíkindum að það hafi allt komið heilt út úr gámnum, því að við tókum eftir því strax að dótið hafði farið af stað í gámnum.  Það eina sem var brotið var eitt rauðvínsglas úr ikea... ég græt það ekki mikið.

Við höfum fengið ómetanlega hjálp frá fjölskyldu og vinum í flutningum okkar heim til Íslands og fyrir það viljum við þakka.  Það er sannarlega gott að eiga góða að.

 

Í bland við kassa og uppröðun höfum við líka gert aðra hluti.  Við erum búin að taka rúntinn um Reykjavík...fá okkur pylsu og kók, fara á Batman í bíó, fara í matarboð til mömmu og pabba, Emil hefur fengið að vera mikið hjá ömmu sinni og í gær fór ég og heimsótti Söndru og litla nýfædda soninn hennar.

Um helgina verður svo haldið áfram framkvæmdum hér í Breiðholtinu en þá er stefnan sett á að leggja parket á efstu hæðina... þegar það er búið má segja að við eigum heimili aftur heh.  Auðvitað fáum við góða aðstoð við parketlögnina frá Fríðu og Steinari og stefnum við á að eiga góðan laugardag hér.

Ég setti inn fullt af nýjum myndum frá fyrstu dögunum okkar hér á Íslandi

Bið að heilsa öllum vinum okkar yfir hafið:)

Kolla 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Velkomin heim kæru vinir, gott að allt gengur svona vel :)

Ykkar Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.7.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur....hefði bara viljað vera með ykkur í þessu öllu saman. Flottar myndir af framkvæmdunum, spurning um að Hlynur gerist málari í aukavinnu....hehe 

Á mánudaginn fer Hermann aftur í leikskólann eftir fríið og verður örugglega skrýtið fyrir hann að vera án Emils síns og það er strax orðið skrýtið fyrir mig að hafa þig ekki í "næsta húsi" Kolla mín.  

Hugsum mikið til ykkar og söknum

Berta María Hreinsdóttir, 31.7.2008 kl. 08:29

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Já, þetta var sko góður dagur. Gleymi honum seint. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 31.7.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband