13.7.2008 | 20:22
13. júlí....
Í dag 13. júlí er nákvæmlega ár síðan við fjölskyldan lentum á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn og Danmerkur ævintýrið hófst. Það er eiginlega alveg ótrúlegt að það sé bara eitt ár síðan, því að árið hefur verið svo viðburðarríkt og við höfum upplifað svo marga hluti á þessu ári. Semsagt, gott ár að baki með góðar minningar, langflestar góðar en misgóðar þó... og ómetanleg reynsla í reynslubankann sem á eftir að fylgja okkur um ókominn ár.
Í dag 13. júlí erum við að leggja lokahönd á pökkun og þrif á húsinu okkar á Ranunkelvej. Síðustu dagar hafa verið notaðir vel og er ég bara sátt með gang mála. Það má segja að leiðindarverkin séu öll búin... það er búið að tæma útigeymsluna, búið að þrífa eldhúsinnréttinguna, ofninn og afþýða frystinn, það er búið að kalkhreinsa klósettið og fleira svona leiðinlegt. Nú þarf bara að spýtta í og klára að loka öllum kössunum.
Þrátt fyrir að flutningar séu á næsta leyti, þá höldum við áfram að njóta þess að vera hérna. Við vorum með Emma sem er æskuvinur Hafsteins hér um helgina og var mikið hlegið og mikið fíflast... ekki orð um það meir. Við fórum svo í gær í kaffi til Þórunnar og Steinars en þau eru alltaf jafn yndisleg heim að sækja.
Í dag var okkur svo boðið í afmæli, tvöfalt barnaafmæli. Það var vinur hans Emils, hann Janus sem er 5 ára og bróðir hans samfagnaði deginum því hann er ársgamall um þessar mundir. Það var bara gott að komast aðeins út úr draslinu hér og hitta annað fólk og auðvitað var Emil alsæll með daginn. Jón Ingi fór reyndar ekki með okkur í dag þar sem hann notar nú hverja stund til að vera með Birni sem er hans besti vinur hér í Horsens.
En áfram skal haldið....
Setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman hjá ykkur, - góða ferð heim!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2008 kl. 21:45
Reynið að njóta þessara daga sem eftir eru og látið ekki streitu ná tökum á ykkur. Allir hlutir gerast á réttum tíma.
Vilhjálmur Óli Valsson, 13.7.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.