Þakklæti....

Við hjónin vorum að ræða það í dag, hversu lánssöm við værum í lífinu.  Við eigum góðar fjölskyldur sem vilja allt fyrir okkur gera og við eigum góða vini sem eru okkur ómetanlegir.  Ég held að við höfum alltaf haft gott samband við fjölskyldur okkar og vini og oft stuðlað að því að halda fólki saman, en þegar maður er svo fjarri fólkinu sínu í langan tíma, þá finnur maður það enn betur hvað fólkið okkar skiptir okkur miklu máli.

Þessi umræða okkar hjóna kom til vegna skipulagningar flutninganna heim til Íslands.  Við erum nefnilega ekki síður lánssöm með það fólk sem við þekkjum hér og erum við alveg ótrúlega þakklát fólkinu okkar hér sem allt vill gera til að aðstoða okkur.   Hér kemur gámur í næstu viku og okkur reiknast til að á annan tug fólks ætli að hjálpa okkur í að fylla gáminn á einni klukkustund... það verður peace of cake... svona margar hendur fara létt með það:)  Svo þarf að mála allt húsið í næstu viku líka og er Hlynur búinn að fá með sér 4 vaska sveina í þá vinnu (Raggi, Hallur, Bjarki og Steinar..takk) og ekki má gleyma henni Kiddu okkar, en hún ætlar að hýsa okkur fjölskylduna í næstu viku þegar dótið verður farið.  Mig hlakkar nú bara til að eyða með henni síðustu kvöldunum okkar hér í Danmörku...

Mig langaði mest að gera eina svona væmna færslu til að þakka fyrir okkur og alla þá hjálp sem fólk er tilbúið í fyrir okkur.  Þetta er ekki eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt, að fólk eyði sínum frítíma í að hjálpa okkur og erum við ótrúlega þakklát

Takk Takk

Kolbrún og Hlynur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er sko ekkert væmið við það að vera þakklátur!! Og vissulega hafið þið mikið að vera þakklát fyrir. Það er frábært þegar fólk finnur það og metur. Gangi ykkur allt í haginn, kæra kona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ef einhverjir eiga skilið hjálparhönd þá eruð það þið......enda eruð þið alltaf til í að hjálpa öðrum. Hefði svo sannarlega viljað geta hjálpað ykkur meira í þrifum og pökkun síðustu daga.... en vonandi kemur kallinn að góðum notum í flutningum og málun, hehe

Gangi ykkur vel með það sem eftir er elsku vinir......en ég held að ég sé ekki enn búin að meðtaka það að þið séuð að fara eftir viku

Berta María Hreinsdóttir, 12.7.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Kolla mín,

það eru nú bara forréttindi að fá ykkur hingað og fá smá extra tíma með ykkur. ekki spurning. Og þetta mun allt ganga vonum framar með öllu þessu góða fólki og góða skipulaginu þínu!

Knús frá Árósum...

og já ég er sko ekki heldur búin að meðtaka það að þið séuð að fara ...

Kristbjörg Þórisdóttir, 13.7.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband