10.7.2008 | 17:54
Emil kvaddi leikskólann sinn í dag....
Í dag var síðasti dagurinn hjá Emil í leikskólanum. Hann fékk því að halda kveðjupartý á leikskólanum í dag og var svo ánægður með daginn að hann ljómaði eins og sól í heiði þegar við sóttum hann. Hann fékk að fara með köku með íslenska fánanum til að bjóða krökkunum á deildinni sinni... síðan fór hann með pakka sem innihélt pússluspil með íslensku stöfunum fyrir deildina og loks gaf hann fóstrunum á deildinni sinni blómavasa sem mamma og pabbi gerðu fyrir hann en hann var áritaður með: Til mine venner i börnehaven. Tak for mig. Fra Emil H. Svo var auðvitað mynd af Íslandi á vasanum. Emil fékk svo líka kveðjugjöf frá leikskólanum en honum var færð derhúfa sem búið var að skrifa á kveðju frá leikskólanum og stensla á myndir... rosalega flott og er Emil alveg í skýjunum með hana. Hann fékk einnig möppu með kveðjubréfi til hans en í því er meðal annars rakin saga hans á danska leikskólanum, myndir bæði af honum og eftir hann og fleira.
Þetta var því bara mjög vel heppnaður dagur og allir ánægðir.
Þegar við höfðum náð í Emil í leikskólann skelltum við okkur öll til Árósa og eyddum deginum þar. Fórum i Bilka og í miðbæinn og enduðum á því að skella okkur á McDonalds í Stilling en það er uppáhaldsstaðurinn hjá strákunum, enda risastórt rennibrautaleikland sem er alveg hægt að gleyma sér í.
Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm frá leikskólanum í dag....
Njótið
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið heim.
KV Erla
Erla (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.