9.7.2008 | 19:11
Halldór að fara heim til Íslands...
Já, allt tekur enda um síðir og nú er komið að kveðjustund hjá Halldóri vini hans Jóns Inga sem er búin að vera hjá okkur síðustu 12 daga. Eru þeir félagarnir búnir að fá að upplifa marga skemmtilega hluti saman á þessum dögum.. Þýskaland, Lególand, Tívolí Friheden, Bambagarðurinn, Vindmyllan, Umhverfissafnið, Silkiborg, hjólabrettarampar um allan bæ, hjólabrettabúðirnar, sund, bíó, McDonalds, Árósar og fleira... Minningar sem vonandi eiga eftir að setjast fastar um ókomna tíð hjá unglingunum okkar. Það er ótrúlegt ævintýri fyrir stráka á þessum aldri að fá að eyða tíma saman í öðru landi og gerir vináttuna án efa sterkari... það er svo sterkt fyrir Jón Inga að einhver af hans góðu vinum á Íslandi hafi upplifað Danmerkurævintýrið með honum. Við þökkum Halldóri kærlega fyrir samveruna síðustu daga:)
En um leið og við kveðjum síðasta næturgestinn okkar í Danmörku tekur við nýr kafli hjá okkur fjölskyldunni.... nú þurfum við að spýta í lófana og klára að ganga frá öllu hér og ekki er langur tími sem er ætlaður í það... eftir viku verður allt farið. Emilinn okkar kveður leikskólann sinn á morgun og hlakkar hann mikið til að fá að hafa smá kveðjupartý fyrir vini sína þar.... en hann á án efa eftir að sakna vinanna sinna á leikskólanum en hann hefur verið sérstaklega ánægður á þessum danska leikskóla eftir að hann náði loksins að aðlagast.. hmmm tölum ekki meir um það.
En viljið þið spá... ég er að nálgast 200.000 fléttingar á blogginu mínu. Það gefur mér orku í að halda áfram að blogga þegar ég sé að það er einhver sem nennir að lesa rausið í mér. Mér þætti gaman að vita hver yrði með fléttingu númer 200.000 en mér finnst líklegt að sá gestur kíki við í kvöld eða á morgun....
Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.