Nú langar mig að geta drepið í.....

cig-squashÉg hef tekið ákvörðun.... nú ætla ég í stríð við sígarettufíkilinn sjálfa mig.  Ekki ákvörðun sem er tekin allt í einu... nú er þetta bara komið gott.  Ég er búin að reykja í alltof mörg ár, margoft íhugað að hætta en alltaf tilbúin með frestunarafsakanir.   Núna ætla ég ekki að fresta þessu  lengur og er nú þegar búin að minnka dagskammtinn minn um meira en helming.   Hann verður minnkaður enn meira næstu daga og þegar ég  lendi á Íslandi  ætla ég mér að vera reyklaus...

Nú er þetta komið í orð og á opin vef og eins gott að ég standi mig.... ég skal - ég ætla.

Maðurinn minn ætlar að taka þátt í þessu átaki með mér þótt hann ætli ekki að ganga alla leið í fyrstu umferð... hann er byrjaður að tilreykja pípu en ætlar að láta sígaretturnar lönd og leið.

Nú kalla ég bara eftir smá sparki í rassinn frá ykkur kæru ættingjar og vinir....

Annars höfum við það bara gott... rigning, rigning, rigning í Horsens þessa dagana og spáir því áfram.  Svei mér þá ef mér finnst það ekki betra en þessi svakalegi hiti sem hefur verið hérna.  Unglingarnir eru svo sem ekkert of ánægðir með veðrið, ekki nógu gott brettaveður segja þeir.  Við fórum í dag til Vejle með bílinn okkar í viðgerð en nú er verið að gera við framhlutann á honum eftir áreksturinn í febrúar... tryggingarkerfið er soldið seint hérna í Danmörku.  En þeir lofa því að hann verði tilbúin í næstu viku en þá fer hann í gám til Íslands.   Já, það er semsagt búið að panta gáminn og því Ísland handan við hornið....

Set inn myndir á morgun

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég hætti að reykja tvo pakka af sígarettum á degi hverjum fyrir 12 árum...Núna man ég ekki af hverju ég reykti.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.7.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þetta líst mér vel á Kolla mín.

Til hamingju með þessa góðu ákvörðun.

Ég skal sko sparka haha!

Kristbjörg Þórisdóttir, 8.7.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Jeminn hvað ég er stolt af þér Kolla mín.........Þú veist að ég styð þig 150% í þessu. Fjórfalt húrra fyrir þér

Berta María Hreinsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Go, girl!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:24

5 identicon

Sparki spark kolla min,þú getur þetta eins og allt annað ,gangi þér þér vel og til hamingju .

Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Ánægður með þig!!! Gangi þér rosalega vel Ég skal sparka í rassinn á þér þegar þú kemur til Íslands ef þú ert eitthvað að klikka á þessu!! kv. Tommi

Tómas Ingi Adolfsson, 9.7.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Frábær tíðindi. Þessa ákvörðun tók ég fyrir 2 árum og hún stendur enn.

Það var að vísu ekki í fyrsta skipti en það er enn að ganga upp þennan ganginn. Ég held að þegar ákvörðunin er komin fyrir alvöru þá er bara sjálfhætt. Þetta gekk allavega ótrúlega vel hjá mér eftir 20 ára reykingar.

Vilhjálmur Óli Valsson, 9.7.2008 kl. 13:23

8 identicon

Yessss, frábært þá fæ ég þig kannski til að koma og vera legni í heimsókn hjá mér án þess að þú verðir óróleg

Gangi þér vel Kolla mín, ég veit þú getur þetta.

kv SÆrún

Særún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband