Daður á "Skadestuen"

Jæja, það fór þannig í gærkvöldi að ég ákvað að fara með Halldór á Skadestuen til að láta kíkja á hann eftir höfuðhöggið sem hann fékk á hjólabrettinu rétt fyrir kvöldmatinn í gær.  Það er bara þannig að þegar maður fær "lánsbarn" frá Íslandi, þá vill maður hafa allt á hreinu og ég gat ekki farið að sofa í gærkvöldi án þess fá læknaálit á stráknum:)  Við þurftum að bíða í 2 klukkustundir á biðstofunni á Skadestuen og skemmti ég mér konunglega við að fylgjast með hinum sjúklingunum.  Þarna var ung kona sem var með skógarlús á puttanum, þarna var líka annar maður með skógarlús fasta á sér... ég veit ekki hvað amaði af hinum.  En allavega varð þessi bið þannig að allir Danirnir töluðu saman eins og um hitting í saumklúbb væri að ræða og eftir því sem leið á kvöldið færðu unga konan með skógarlúsina og ungi maðurinn sem var með pabba sínum á Skadestuen nær hvort öðru og flissuðu og flissuðu og flissuðu.... gott að hafa eitthvað að gera í langri bið á kaldri biðstofu:)  Halldór fékk góða skoðun á Skadestuen og fórum við aftur heim með upplýsingabækling um heilahristing og boð frá lækninum að við skyldum vekja hann á tveggja tíma fresti í nótt...fylgjast með honum í 24 klst eftir höfuðhöggið og boð um að hann skyldi taka það rólega í dag.   Til að gera langa sögu stutta, þá er Halldór orðin sprækur og nú er bara að njóta dagana hér í Danmörku.

Flottur að gefa bamba spagettí Við eyddum deginum í dag í Vejle.  Við byrjuðum á því að fara á safn, einskonar náttúru og umhverfissafn.  Skemmtu strákarnir sér mjög vel á safninu og reyndar við fullorðna fólkið líka heh... sérstaklega fannst þeim Klóak rotturnar spennandi.  Við gáfum svo strákunum sérstök pöddubox sem hægt var að kaupa á safninu, glærar dósir sem stækkunargleri, svona ekta pöddubox... 

Við borðuðum svo nesti við mylluna í Vejle eins og sannir Danir.... áður en við fórum í Bambagarðinn.  Að fá að fara í Bambagarðinn held ég að standi upp úr eftir daginn fyrir Halldór og fóru allir sáttir heim eftir skemmtilegan dag.

 

Stóru strákarnir hafa svo eytt kvöldinu á pödduveiðum.  Fóru út og fundu maurabú og söfnuðu maurum í nýju pödduboxin sín.  Sömdu svo við húsbóndann um súkkulaði til að fóðra maurana (og kóngulærnar sem rötuðu líka í dósirnar) og eru að vonast til að maurarnir verði búnir með súkkulaðið þegar þeir vakna á morgun... haha.   Dósin fékk samt ekki að vera í herberginu með þeim, heldur er hún geymd í eldhúsinu til morguns.

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi en það má búast við myndum á hverju kvöldi núna á meðan Halldór er hjá okkur, þannig að foreldrar hans geti fengið að fylgjast með.

Kveð í kvöld

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

allstaðar hægt að daðra

gott að það sé gaman hjá ykkur síðustu dagana

Rebbý, 30.6.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband