Fall er fararheill.........

Jæja... fullt að frétta hjá okkur að venju.

Kidda að blása á afmæliskertin sín Nú styttist í flutning okkar heim til Íslands og erum við farin að kveðja fólkið okkar hér smátt og smátt.  Í gærkvöldi hittumst við Berta og Raggi og Kidda og borðuðum saman í síðasta sinn í langan tíma.  Við gúffuðum í okkur BBQ svínarifjum með tilbehör meðlæti, kaniltertu, afmælistertu í boði Kiddu, rósavíni og Grand Marnier.  Þvílíkt dekur Wink  Kvöldið var frábært og gott að kveðja með góðar minningar að baki.

Seint í gærkvöldi komu svo Helga systir og fjölskylda og líka Halldór Ingi vinur Jóns Inga.  Þeirra hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu og mikil hamingja þegar þau loksins komu í hús.  

Við tókum daginn snemma í dag og fórum öll saman til Flensburgar í Þýskalandi.  Þar var labbað um miðborgina, farið á McDonalds og auðvitað var svo komið við í grensubúðinni og keyptar fljótandi veigar.   

Halldór með þýska fánannÞað má með sanni segja að Þýskaland í dag hafi verið litað af úrslitakeppninni á EM í fótbolta.  Þýski fáninn var vel sýnilegur, bæði á akandi bílum sem og annarsstaðar.  Ef ég skil þennan fótbolta rétt, þá er úrslitaleikurinn akkúrat í þessum töluðum orðum, Þýskaland-Spánn.   Ég held ekki með neinum heh.

Smá slys kom fyrir í dag í leik þeirra Halldórs og Jóns Inga.  Þeir fóru út á brettin sín rétt fyrir kvöldmatinn og vildi ekki betur til en að Halldór datt á brettinu sínu og fékk stórt glóðarauga....og smá mar á síðuna í kaupbæti.  En hann er harður strákurinn:) 

 

 

 

 

 

Setti inn nýjar myndir í nýtt albúm.

Out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ég vildi óska að ég hefði getað verið með ykkur í gær. Hugsaði til ykkar þegar voruð að drekka í GÓÐU VEÐRI!! Já, það styttist aldeilis í ykkur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 29.6.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já það er nú víst betra að fara til Þýskalands og versla sá það þegar ég stoppaði við í Danaveldi :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk fyrir frábært kvöld elsku Kolla og Hlynur.....leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hafi verið í síðasta sinn í langan tíma sem við skemmtum okkur saman. Hafið það rosa gott með gestunum

Berta María Hreinsdóttir, 30.6.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Ástarþakkir fyrir þennan geggjaða mat Kolla mín. Þú ert sannkallaður listakokkur og bakari!

Mikið var þetta skemmtilegt kvöld og þessa mun maður sko heldur betur sakna.

Njótið vel gestanna ykkar .

Knús frá Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.6.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sennilega jafn margir í sárum yfir brottför ykkar, og eru glaðir yfir komu ykkar

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband