29.6.2008 | 19:31
Fall er fararheill.........
Jæja... fullt að frétta hjá okkur að venju.
Nú styttist í flutning okkar heim til Íslands og erum við farin að kveðja fólkið okkar hér smátt og smátt. Í gærkvöldi hittumst við Berta og Raggi og Kidda og borðuðum saman í síðasta sinn í langan tíma. Við gúffuðum í okkur BBQ svínarifjum með tilbehör meðlæti, kaniltertu, afmælistertu í boði Kiddu, rósavíni og Grand Marnier. Þvílíkt dekur
Kvöldið var frábært og gott að kveðja með góðar minningar að baki.
Seint í gærkvöldi komu svo Helga systir og fjölskylda og líka Halldór Ingi vinur Jóns Inga. Þeirra hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu og mikil hamingja þegar þau loksins komu í hús.
Við tókum daginn snemma í dag og fórum öll saman til Flensburgar í Þýskalandi. Þar var labbað um miðborgina, farið á McDonalds og auðvitað var svo komið við í grensubúðinni og keyptar fljótandi veigar.
Það má með sanni segja að Þýskaland í dag hafi verið litað af úrslitakeppninni á EM í fótbolta. Þýski fáninn var vel sýnilegur, bæði á akandi bílum sem og annarsstaðar. Ef ég skil þennan fótbolta rétt, þá er úrslitaleikurinn akkúrat í þessum töluðum orðum, Þýskaland-Spánn. Ég held ekki með neinum heh.
Smá slys kom fyrir í dag í leik þeirra Halldórs og Jóns Inga. Þeir fóru út á brettin sín rétt fyrir kvöldmatinn og vildi ekki betur til en að Halldór datt á brettinu sínu og fékk stórt glóðarauga....og smá mar á síðuna í kaupbæti. En hann er harður strákurinn:)
Setti inn nýjar myndir í nýtt albúm.
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vildi óska að ég hefði getað verið með ykkur í gær. Hugsaði til ykkar þegar voruð að drekka í GÓÐU VEÐRI!! Já, það styttist aldeilis í ykkur. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 29.6.2008 kl. 20:23
Já það er nú víst betra að fara til Þýskalands og versla sá það þegar ég stoppaði við í Danaveldi :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:16
Takk fyrir frábært kvöld elsku Kolla og Hlynur.....leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hafi verið í síðasta sinn í langan tíma sem við skemmtum okkur saman. Hafið það rosa gott með gestunum
Berta María Hreinsdóttir, 30.6.2008 kl. 13:07
Ástarþakkir fyrir þennan geggjaða mat Kolla mín. Þú ert sannkallaður listakokkur og bakari!
Mikið var þetta skemmtilegt kvöld og þessa mun maður sko heldur betur sakna.
Njótið vel gestanna ykkar
.
Knús frá Kiddu.
Kristbjörg Þórisdóttir, 30.6.2008 kl. 14:36
sennilega jafn margir í sárum yfir brottför ykkar, og eru glaðir yfir komu ykkar
Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.