Ég vaknaði upp við vondan draum sem var svo ekki draumur !!!

konguloSvefnpurkan ég, fer yfirleitt alltaf á undan manninum mínum að sofa og er jafnvel búin að sofa í marga klukkutíma áður en hann kemur uppí.  Eina nóttina í síðustu viku vaknaði ég upp með andfælum og hélt að mig væri að dreyma.  Ég nefnilega vaknaði við það að það var lamið á rúmið mitt af öllum lífs og sálarkröftum.  Og þegar ég opnaði augun, sá ég manninn minn halda áfram að lemja rúmið með stóra bók að vopni.  Hólí mólí hvað mér brá og hálf hvæsti á hann hvað hann í óskupunum væri að gera.  Jú... hann ætlaði að fara að sofa og tók sængina af lakinu og þá mætti honum stærðar kónguló á lakinu sem hafði hreiðrað um sig undir sænginni hans.  Og mátti hann hafa sig allan við að ná að drepa hana áður en hún fór yfir til mín, þar sem ég var steinsofandi.  Þvílíkt ógeð að fá svona kvikindi upp í rúm... ég kæri mig ekki um að deila rúmi með neinum nema manninum mínum og stundum litla Emil.  Síðan þetta var get ég ekki farið að sofa á kvöldin án þess að kveikja ljósið og marghrista sængina mína áður en ég get farið uppí.  En kónuglærnar hafa trúlega orðið hræddar við húsbóndann og hafa því haft sig hægar heh.

Annars er bara allt fínt að frétta af okkur.  Hér heldur pökkunin áfram að fullum krafti og svo hlökkum við til helgarinnar, mikið plan í gangi fyrir hana.

En ég býð góða nótt

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já  frekar leiðinlegt að deila rúmi með pöddum ... lenti oft í því í vesturbænum í gamla daga enda ekki vel farið timburhús sem ég bjó í þar

Rebbý, 26.6.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Oj bara ullabjakk.  Held ég myndi samt vilja frekar deila rúmi með kónguló heldur en mus eins og pabbi gerði einu sinni úti á Kanarí

Helga Jónsdóttir, 26.6.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ARGH

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 311872

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband