Kaka með íslenska fánanum

Mig langar að þakka fyrir allar kveðjurnar frá ykkur í síðustu færslu.  Já og símtölin:)  Við erum að komast niður á jörðina aftur eftir gleði gærdagsins og í dag var byrjað að pakka að fullum krafti.  Berta var með okkur í allan dag að hjálpa okkur, krafturinn í konunni er ótrúlegur og skipulagshæfileikarnir - mig skortir orð.  Kærar þakkir fyrir alla hjálpina í dag Berta mín.

IMG_5731 Á morgun er síðasti formlegi kennsludagurinn hjá stóru strákunum mínum í Egebjergeskólanum.  Á föstudaginn eru bara skólaslit.  Þeir ætla að kveðja vini sína á morgun.  Ég bakaði í dag köku sem þeir ætla að taka með sér í móttökubekkinn, köku með íslenska fánanum.  Ég er nú bara nokkuð ánægð með mig og strákarnir voða spenntir að fara með kökuna í skólann á morgun.  Þeir ætla svo að bjóða krökkunum í bekkjunum sínum að smakka smá íslenskt nammi. 

Við erum því öll að komast í sumarfrí, Emil reyndar getur verið í leikskólanum til 14. júlí en þá lokar hann vegna sumarleyfa.  Ég er nú ekki viss um að hann nýti alla þessa daga því að nú erum við að fá gesti um helgina, systur mína og fjölskyldu auk Halldórs vinar Jóns Inga og það verður örugglega gert eitthvað skemmtilegt á daginn með þeim.

Ég ætla að halda aðeins áfram að pakka svo að Berta sjái nú kannski einhvern mun síðan hún kvaddi okkur í dag.

Out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk sömuleiðis fyrir daginn Kolla mín.....bara gaman að fá að vera með ykkur í þessu, en verst að hugsa til þess að þið séuð að fara "heim" eftir aðeins 24 daga 
Sjáumst hressar á morgun....við kannski verðum duglegri við að pakka og minna duglegar við að máta eldhússtólana og æfa málbeinin, hehe

Berta María Hreinsdóttir, 25.6.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband