Við erum að tala um hæstu einkunn !!!!!!!

Man-StudyingÍ dag er dagurinn  sem maður sér raunverulega tilganginn með því að hafa búið í Danmörku í eitt ár.  Upphaflega ákváðum við að flytja til Danmerkur vegna þess að maðurinn minn fékk ekki inngöngu í KHÍ vegna vöntunar á stúdentsprófi en hann hefur lengi lengi langað að nema Þroskaþjálfafræði.  En Danirnir buðu hann velkominn í námið og hóf hann nám í pædagog (þroskaþjálfa) síðastliðið haust.

Við fluttum hingað út síðasta sumar og vorum við þá öll alveg mállaus á dönsku.  Nú tala allir dönsku nema húsfrúin, því maður lærir víst ekki nýtt tungumál með því að vera taxidriver og skúringarkona.

Í dag tók svo húsbóndinn á heimilinu lokaprófið sitt á fyrsta árinu.  Um var að ræða fyrst fremmleggelse og svo einstaklings munnlegt próf í 20 mínútur.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hann er búin að leggja mikið á sig í vetur og í dag uppskar hann ríkulega.  Hann fer út úr skólanum með hæstu einkunn eftir fyrsta árið... 12 í einkunn en ekki er hægt að fá hærri einkunn við skólann hans.  Þvílík hamingja á heimilinu... enn sem komið er er engin bekkjasystkina hans búin að fá hæstu einkunn eftir skólaárið. 

Það hefur því verið tilefni til að fagna í dag og það höfum við svo sannarlega gert.  Lestur undanfarinna vikna hefur að sjálfsögðu bitnar mest á fjölskyldunni og því er það bara eðlilegt að fagna árangrinum með henni.  Við fórum því í dag með alla strákana okkar á Pizza Hut, hlóum og höfðum gaman.  Komum svo við í vínkjallaranum hér í Horsens þar sem fjárfest var í góðu viskí og kúbuvindli.  Huggulegt?

Mátti til með að deila þessu með ykkur... ég er örugglega stoltasta eiginkona í heimi í dag heh.  Nú er bara að halda áfram en það ætlar eiginmaðurinn að gera í fjarnámi við háskóla í Kaupmannahöfn.  

Framundan er svo að pakka niður og græja húsið... og svo þarf dúx dagsins að finna sér vinnu á Íslandi... 

Over og out

Kolbrún og family 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt, innilega til hamingju

Dóra (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Innilega til hamingju með kallinn....hann átti þetta svo sannarlega skilið

Berta María Hreinsdóttir, 24.6.2008 kl. 19:56

3 identicon

Ooohhh, það er svo góð tilfinning þegar maður fær góða einkunn eftir að hafa legið yfir bókunum. Innilegar hamingjuóskir með eiginmanninn.

Dóra Valg (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:06

4 identicon

  Flott flott til hamingju med maninn. Til hamingju Hlynur  Erla

Erla V (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Frábær árangur.  Innilega til hamingju með bestu einkunn Hlynur minn.  Frekari hamingjuóskir bíða til laugardags.  Hlökkum mikið til að koma.

Kv, Helga og co

Helga Jónsdóttir, 24.6.2008 kl. 21:45

6 identicon

Til lukke med það besta!!! Ég vissi að þú gætir þetta Hlynur bara byrja.

Hlakka til að fá ykkur heim.

ég tel niður dagana í sumarfrí sem byrjar í næstu viku annars er Anika hjá ömmu og afa svo að við erum bara 3 núna og er sæla.

kv Særún

Særún (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:22

7 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hlynur innilega til hamingju með árangurinn. Kolla til hamingju með bóndann. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 24.6.2008 kl. 23:48

8 Smámynd: Anna Gísladóttir

Til hamingju með þennan frábæra árangur hjá bóndanum þínum
Hafið það eins gott og þið mögulega getið !

Anna Gísladóttir, 25.6.2008 kl. 03:12

9 Smámynd: Rebbý

Til lukku með bóndann og auðvitað til lukku Hlynur !!!
Frábær árangur og svo snökkum við bara dönsku upp á íslenskuna þegar við hittumst næst Kolla mín

Rebbý, 25.6.2008 kl. 13:18

10 identicon

Til hamingju með karlinn, og gangi ykkur vel að pakka ,bara 24 dagar eftir

Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband