24.6.2008 | 16:46
Við erum að tala um hæstu einkunn !!!!!!!
Í dag er dagurinn sem maður sér raunverulega tilganginn með því að hafa búið í Danmörku í eitt ár. Upphaflega ákváðum við að flytja til Danmerkur vegna þess að maðurinn minn fékk ekki inngöngu í KHÍ vegna vöntunar á stúdentsprófi en hann hefur lengi lengi langað að nema Þroskaþjálfafræði. En Danirnir buðu hann velkominn í námið og hóf hann nám í pædagog (þroskaþjálfa) síðastliðið haust.
Við fluttum hingað út síðasta sumar og vorum við þá öll alveg mállaus á dönsku. Nú tala allir dönsku nema húsfrúin, því maður lærir víst ekki nýtt tungumál með því að vera taxidriver og skúringarkona.
Í dag tók svo húsbóndinn á heimilinu lokaprófið sitt á fyrsta árinu. Um var að ræða fyrst fremmleggelse og svo einstaklings munnlegt próf í 20 mínútur. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hann er búin að leggja mikið á sig í vetur og í dag uppskar hann ríkulega. Hann fer út úr skólanum með hæstu einkunn eftir fyrsta árið... 12 í einkunn en ekki er hægt að fá hærri einkunn við skólann hans. Þvílík hamingja á heimilinu... enn sem komið er er engin bekkjasystkina hans búin að fá hæstu einkunn eftir skólaárið.
Það hefur því verið tilefni til að fagna í dag og það höfum við svo sannarlega gert. Lestur undanfarinna vikna hefur að sjálfsögðu bitnar mest á fjölskyldunni og því er það bara eðlilegt að fagna árangrinum með henni. Við fórum því í dag með alla strákana okkar á Pizza Hut, hlóum og höfðum gaman. Komum svo við í vínkjallaranum hér í Horsens þar sem fjárfest var í góðu viskí og kúbuvindli. Huggulegt?
Mátti til með að deila þessu með ykkur... ég er örugglega stoltasta eiginkona í heimi í dag heh. Nú er bara að halda áfram en það ætlar eiginmaðurinn að gera í fjarnámi við háskóla í Kaupmannahöfn.
Framundan er svo að pakka niður og græja húsið... og svo þarf dúx dagsins að finna sér vinnu á Íslandi...
Over og out
Kolbrún og family
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegt, innilega til hamingju
Dóra (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:42
Innilega til hamingju með kallinn....hann átti þetta svo sannarlega skilið
Berta María Hreinsdóttir, 24.6.2008 kl. 19:56
Ooohhh, það er svo góð tilfinning þegar maður fær góða einkunn eftir að hafa legið yfir bókunum. Innilegar hamingjuóskir með eiginmanninn.
Dóra Valg (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:06
Flott flott til hamingju med maninn. Til hamingju Hlynur Erla
Erla V (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:47
Frábær árangur. Innilega til hamingju með bestu einkunn Hlynur minn. Frekari hamingjuóskir bíða til laugardags. Hlökkum mikið til að koma.
Kv, Helga og co
Helga Jónsdóttir, 24.6.2008 kl. 21:45
Til lukke med það besta!!! Ég vissi að þú gætir þetta Hlynur bara byrja.
Hlakka til að fá ykkur heim.
ég tel niður dagana í sumarfrí sem byrjar í næstu viku annars er Anika hjá ömmu og afa svo að við erum bara 3 núna og er sæla.
kv Særún
Særún (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:22
Hlynur innilega til hamingju með árangurinn. Kolla til hamingju með bóndann. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 24.6.2008 kl. 23:48
Til hamingju með þennan frábæra árangur hjá bóndanum þínum
Hafið það eins gott og þið mögulega getið !
Anna Gísladóttir, 25.6.2008 kl. 03:12
Til lukku með bóndann og auðvitað til lukku Hlynur !!!
Frábær árangur og svo snökkum við bara dönsku upp á íslenskuna þegar við hittumst næst Kolla mín
Rebbý, 25.6.2008 kl. 13:18
Til hamingju með karlinn, og gangi ykkur vel að pakka ,bara 24 dagar eftir
Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.