Jónsmessa í Danmörku

Her er norninn sem kveikt var í á brennunniVið Íslendingar höldum Jónsmessuna ekki hátíðlega svona almennt.  En það er alveg öfugt hjá Dönunum.  Og þeir eru líka með hefðir sem við ekki þekkjum þannig að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. 

Í kvöld var boðað til Jónsmessu hátíðar hér í Mosanum (Midsummer kalla þeir þetta).  Hátíðin byrjaði á því að boðið var upp á pylsur, gos og appelsínur og var útilegustemmningin bara tekin á þetta, og maturinn borðaður úti í guðsgrænni náttúrunni.  Að sjálfsögðu var bara boðið upp á rauðar pyslur og brauðið var að sjálfsögðu borið fram við hlið pylsunnar, ekta danskt.  Við ættum að kynna Danina fyrir Bæjarins Bestu... þá fyrst myndu þeir fá að smakka alvöru pylsu. 

Rétt fyrir átta í kvöld var svo kveikt upp í brennu hér í Mosanum.  Á brennunni var búið að koma fyrir NORN en nornin var svo brennd á báli.  Ekki þekki ég söguna á bak við þessa hefð en vissulega sérstakt að fá tækifæri til að upplifa svona hefðir.  

Strákarnir skemmtu sér vel í kvöld, sérstaklega var Emil minn hrifinn af brennunni og vildi ekki fara heim.  Ég hafði sagt honum að hann fengi að vaka lengi í kvöld og vera úti í kvöldinu eins og stóru strákarnir gera stundum.  Hann var því ekki að kaupa það að  þurfa að fara heim fyrir myrkur.  En hann var nú samt fljótur að sofna litla sílið, glaður með skemmtilegan dag.

Ef ykkur langar að fræðast meira um hefðirnar tengdar þessum degi í Danmörku, þá rakst ég á ágæta útskýringu á Wikipedia:

Denmark

Danish bonfire with the traditional burning of a witch
Danish bonfire with the traditional burning of a witch

In Denmark, the solstitial celebration is called Sankt Hans aften ("St. John's Eve"). It was an official holiday until 1770, and in accordance with the Danish tradition of celebrating a holiday on the evening before the actual day, it takes place on the evening of 23 June. It is the day where the medieval wise men and women (the doctors of that time) would gather special herbs that they needed for the rest of the year to cure people.

It has been celebrated since the times of the Vikings, by visiting healing water wells and making a large bonfire to ward away evil spirits. Today the water well tradition is gone. Bonfires on the beach, speeches, picnics and songs are traditional, although bonfires are built in many other places where beaches may not be close by (i.e. on the shores of lakes and other waterways, parks, etc.). In the 1920s a tradition of putting a witch made of straw and cloth (probably made by the elder women of the family) on the bonfire emerged as a remembrance of the church's witch burnings from 1540 to 1693. (Unofficially a witch was lynched as late as 1897.) This burning sends the "witch" away from us, to Bloksbjerg, the mountain 'Brocken' in the Harz region of Germany where the great witch gathering was thought to be held on this day.

Holger Drachmann and P.E. Lange-Müller wrote a midsommervise (Midsummer hymn) in 1885 called "Vi elsker vort land..." ("We Love Our Country") that is sung at every bonfire on this evening.

 

 

Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm frá alvöru Jónsmessuhátíð í Danmörku

Kv

Kolla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Skemmtileg Jónsmessuhátíð. Gangi ykkur vel að pakka. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 23.6.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband