Óvissuferð með Kiddu

Við þrjár á Jensens í gærGóðan daginn góðir hálsar,

Þá er þessi helgi búin, helgin sem ég var búin að kvíða fyrir vegna lesturs húsbóndans.  En ég hafði sko engu að kvíða því að helgin varð bara skemmtileg og fljót að líða.  Kidda kom til Horsens frá Árósum og eyddi allri helginni með okkur Bertu og strákunum og var bara gaman hjá okkur.  Við fórum á Jensen og fengum okkur að borða í hádeginu í gær.

Síðan var haldið í óvissuferð og keyrt bara út í bláinn.  Fyrsti viðkomustaður var Ejer Bavnehoj.  Ejer Bavnehoj er hæsti punktur í Danmörku ( um 190 m á hæð) en er samt ekki fjall í þeirri merkingu.  Ejer Bavnehoj er hæsti punktur hér sem er byggð á.  Kidda hafði aldrei komið á Ejer Bavnehoj og við Berta höfðum bara farið einu sinni, báðar með tengdaforeldrum okkar og báðar fengið þá brjálað veður.  Veðrið í gær var bara gott til útiveru og nutum við þess að eyða löngum tíma þarna.  Við tókum svo með okkur fullt af blómum heim, sem strákarnir höfðu dundað sér við að týna fyrir okkur.  Ég skal játa að við Kidda höfðum pínu áhyggjur af Bertu... hún hafði gefið það út að hún væri til í allt um helgina nema fjallgöngu og við fórum með hana á hæsta punktinn í DK.  Og það var ekki séns að stoppa óléttu konuna sem á að eiga barn eftir 10 daga í því að ganga alla leið upp í útsýnisturninn og við erum ekkert að tala um neitt örfáar tröppur. 

Á heimleiðinni nutum við landslagsins hér, skoðuðum akrana en þeir eru sérstaklega fallegir á þessum árstíma.  

Rennur af stað ungi riddarinn Kvöldinu eyddum við svo heima hjá Bertu í Toblerone ís og Pina Colada.  

Ekki slæmur endir á góðri helgi.

Kærar þakkir fyrir samveruna um helgina Berta og Kidda Heart

 

 

 

 

Í dag er 23. júní.  Afmælisdagur afa míns heitins.  Fyrir nákvæmlega ári síðan fögnuðum við með honum 80 ára afmælisdeginum í grillveislu utandyra sem var sérstaklega vel heppnuð.  Sú samvera er með þeim síðustu sem ég á með afa mínum og er ég afar þakklát fyrir þennan dag með honum en hann veiktist stuttu síðar.  Hann kvaddi svo í nóvember.  Blessuð sé minning hans.

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk sömuleiðis fyrir skemmtilegan dag Kolla mín.....og fína fjallgöngu hehe

Berta María Hreinsdóttir, 23.6.2008 kl. 10:50

2 identicon

Greinilega skemmtuleg helgi hjá ykkur stöllunum.  Við erum ennþá í skýjunum eftir sumarfríið og dugleg að kíkja á myndirnar.   Allt fínt að frétta hjá okkur. Byrjuðum að vinna í dag og gengur vel hjá prinsessunni í sumarbúðunum.  Vorum í rólegheitum um helgina heima, hittum ömmu en hún er í bænum en við skruppum eina nótt fyrir helgi á krókinn nánar tiltekið á Ísbjarnaslóðir.

Búin að vígja "svípergræjuna" og hún er líka góð með þurru tuskunni t.d. á stigann.  

Kveðja, Gunna 

Gunna (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt hjá ykkur. Alltaf gaman að vera í góðum félagsskap. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 23.6.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband