Love is in the year

love-cartoonTíminn þýtur áfram.  Allt í einu í dag uppgötvaði ég það sterkt að ég á ungling.  Einn af bestu vinum unglingsins hér í Danmörku sem er jafnaldri hans og bekkjarbróðir (Íslenskur) er komin á fast... komin með kærustu og búin að kynna hana fyrir foreldrum sínum.  Hólí Mólí... 13 ára á föstu.  Auðvitað finnst mér sem móður unglingsins allt of snemmt að minn unglingur sé farin að hugsa um stelpur, en hvað veit ég?  Hann er pottþétt farinn að spá í stelpurnar.  Allavega eru stelpurnar hérna eitthvað farnar að spá í hann.  Við höfum til að mynda séð skilaboð hér á veggjum, JON, SMUKKE JON.  Auk þess hafa verið skrifuð skilaboð til unglingsins okkar á húddið á bílnum okkar.  Þær verða þokkalega ritskoðaðar þær stelpur sem eiga eftir að koma heim með mínum strákum, úff.

 

Annars er bara fínt að frétta af okkur hér.  Ég er grasekkja, þar til á þriðjudaginn þegar það verða loksins próflok.  Vá, hvað mig hlakkar til.  En hún Kidda vinkona okkar úr Árósum kom til Horsens í dag og ætlar að eyða helginni með okkur Bertu (Berta er líka grasekkja) og ætlum við að gera eitthvað ægilega skemmtilegt á morgun með strákunum okkar.  Ég held að Jensens og Nachos komi sterkt inn.

En nú er jafntefli... ég er búin að vera lélegur bloggari, þið eruð verri commenterar.  Þannig að ég kveð í kvöld

Kolbrún 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú ekki margt

kveðja Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Hey ég er alltaf að kommenta

Helga Jónsdóttir, 22.6.2008 kl. 09:29

3 identicon

  Aha hvernig varstu a hans aldri. KV fra Kaupen engir ISL stafir.  Erla

Erla V (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hvernig á ég að taka þessu frú Kolbrún? Múhahah. Verða ekki unglingar og foreldrar að skilja hvort annað svo það verði ekki misskilningur. Ég hef sjálfur verið á Jónga aldri, i rest mæ keis. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.6.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðar kveðjur til ykkar þriggja, afkomenda ykkar og tilvonandi tengdadætra .... ehehehe.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Rebbý

hahaha   Kolla mín, ég man okkur á þessum árum ... hvað vorum við gamlar þegar O með krúsidúllu var að vinna í sjoppunni ??
veit að þú verður fyrirmyndar tengdamamma ... styttist óðum í þetta allt

Rebbý, 22.6.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband