18.6.2008 | 17:48
Fréttirnar eru af frumburðinum
Jón Ingi ákvað fyrir mörgum mánuðum að nú skyldi hann safna hári. Ég hef ekki verið ánægð með þessa ákvörðun hans lengi lengi... enda eru hormónarnir alveg á fullu í unglingskroppnum og hárið því fljótt að verða feitt. Það er alveg sama hvernig brögðum ég hef beitt á unglinginn, hann skyldi safna hári. Hann gekk svo langt að hann fór sjálfur út í búð og keypti sér sjampoo fyrir feitt hár. Ég hef átt mörg samtölin við hann um hárið og svo loksins í gærkvöldi þegar við vorum að ræða málin, samþykkti hann að fara í klippingu. Það var því ekki eftir neinu að bíða og þökk sé því að ég þekki klippikonuna í Horsens ágætlega að hann gat fengið tíma í dag. Flott unglingaklipping var útkoman og held ég bara að bæði hann sjálfur og við foreldrarnir séum hæstánægð með nýja lookið. Hann reyndar óskaði eftir því að fá fjólubláar strípur í hárið, en þar dró ég línuna heh.
Eftir klippinguna fór ég með unglingnum í hjólabrettabúðina hér í Horsens. Þar keypti ég hjólabrettapeysu á strákinn sem fór þokkalega ánægður heim, nýklipptur með nýja peysu í poka. Þegar heim var komið fór hann strax í peysuna en þá tókum við eftir því að það var stórt gat á bakinu. Ég vissi að það var til önnur samskonar peysa í sömu stærð í búðinni og keyrðum við því aftur niðrí bæ til að skipa peysunni. En viti menn, það var líka gat á þeirri peysu og ástæðan var sögð sú að um prufueintök frá framleiðslufyrirtækinu væri að ræða og í raun voru því gerð göt á peysurnar til að þær færu ekki í sölu. Ég var þokkalega ekki ánægð með þessa viðskiptahætti þegar Jón hringdi í mig til að segja mer fréttirnar og sagði að hann mætti velja aðra peysu sem væri ekki með gati eða þá að fá endurgreitt. Ekki er hægt að fá endurgreitt voru næstu fréttir og engar aðrar peysur á þessu verði (peysan kostaði 200 kr á útsölu). En hann fékk svo tilboð um að fá peysu sem var verðmerkt á 749 kr á 300 kr í sárabót. Ég samþykkti það ekki og var orðin frekar pirruð á þessu öllu saman. Sagði honum að segja að hann yrði annaðhvort að fá peysu á sama verði eða fá endurgreitt. Hann hélt því áfram að þrátta í búðinni og bætti svo við að mamma hans væri brjáluð út í bíl heh. En málið endaði þannig að hann fékk dýru peysuna og þurfti ekki að borga neitt á milli... duglegur strákurinn minn:) Og fannst honum hann þokkalega hafa lent í lukkupottinum því nýja peysan er víst í fatalínu sem er svo dýr að hann hefur aðeins látið sig dreyma um föt í þeirri línu. Hann er í nýju peysunni á myndinni hér að ofan.
Þeir eru þrír íslenskir vinir sem eru fastagestir í hjólabrettabúðinni hér í Horsens. Jón fór að segja mér í dag að þeir ganga allir undir ákveðnum nöfnum hjá starfsfólki búðarinnar. Fyrst er það Sólon, hann er bara kallaður Sólon. Svo er það Björn, starfsfólkið kallar hann mini Andra (hann á stóran bróðir sem er skater líka og heitir Andri) og svo er það Jón... hann er bara kallaður íslendingurinn. Frekar sætt.
En læt þetta duga í kveld
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.6.2008 kl. 08:53
Jón Ingi
Sítt hár rúlar
varla hægt að skate-a án þess
Sítt hár og tattoo er málið
Raggi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:14
Sorry
gleymdi að setja broskall á eftir síðasta kommenti
jæja þá er það komið
Raggi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:26
Mikið er gaman að sjá þig hér Raggi.... hef ekki séð þín fótspor hér áður:)
Kolbrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 12:46
Mikið er ég ánægð með að sjá að þú hefur ennþá völdin sem móðir Kolla mín
það er forvitilegt að fylgjast með unglingunum núna og læra áður en ég fæ unglinga allt í einu!!!!
ég vildi að ég væri komin á útsölurnar hjá þér úff... en ég fer bara í sumarfrí í staðinn. Allur júlí í fríi...æði.
Heyri í þér eftir helgi
kveðja Særún
Særún (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 18:17
Jón Ingi. Ég skal setja strípur í þig þegar þú kemur heim, díll? Þá verður þú mesti hjólabretta töffari landsins. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 20.6.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.