18.6.2008 | 10:40
Freedom
Þvílíkur munur, bæði fyrir mig og Emil að leikskólinn skuli vera búin að opna á ný. Ég gerði mér í raun ekki grein fyrir því hversu erfitt þetta hefur verið fyrr en Emil fór loksins á leikskólann í gær. Honum líður bara mjög vel og hlakkar til að fara og leika við krakkana... mér líður ekki síður vel að hafa smá tíma fyrir mig. Þannig græða báðir aðilar!!!!!
Í gær var Berta hjá mér og við byrjuðum að pakka. Það var pakkað og pakkað og afrakstur dagsins voru 23 kassar, merktir, límdir og númeraðir inn í geymslu. Það er ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti, en samt vorum við duglegar að henda (Kannski fannst Bertu að ég ætti að vera enn duglegri heh).
Í dag tókum við svo frí frá pökkuninni og ég skellti mér alein í bæinn. Það var alveg yndislegt, að geta labbað á milli búða og skoðað á öllum slánum. Það eru svo góðar útsölur hérna í Horsens þessa dagana og hægt að gera þvílík góð kaup. Ég til að mynda keypti í dag: Flíspeysur á báða stóru strákana mína (stórar og þykkar), sparivesti á Emil, peysu á Emil, bol á frumburðinn og peysu á sjálfa mig og fyrir þetta borgaði ég alls 200 kr. Besta útsalan er í HM og er það auðvitað okkar uppáhaldsbúð, það er aldrei leiðinlegt að fara þangað:)
Lífið er bara skemmtilegt
En ég kem með aðra færslu í kvöld, því að undur og stórmerki eru að gerast hjá einum fjölskyldumeðlim í dag sem ég ætla að segja ykkur frá í kvöld.
Over og out
Kolla
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ
Var vöknuð í morgun klukkan hálf 6!! Dagurinn tekinn snemma og Erla komin austur í Laugaland.
Hafið það sem allra best og takk kærlega fyrir samveruna og okkur. Myndakvöld við heimkomu.
Kveðja, Gunna og co
Gunna (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.