Þjóðhátíð

Í dag er 17. júní, þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga. 

Það voru blendnar tilfinningar að keyra strákana í skólann í morgun, bæði er náttúrulega komið sumar og manni finnst skrýtið að það skuli enn vera skóli og vera næstu tvær vikurnar en einnig hafa þeir auðvitað aldrei farið í skólann á þjóðhátíðardeginum.  Emil minn var samt mjög kátur í morgun, hljóp inn á leikskólann og kyssti mig bless, var svo hlaupin í leik með Jaunusi sem tók svo einstaklega vel á móti honum í morgun:) 

Það verður engin hátíð hér í Horsens í dag vegna þjóðhátíðar.  Íslendingafélagið tók forskot á sæluna og hélt upp á þjóðhátíðardaginn síðastliðinn laugardag.  Soldið skrýtið að flýta sjálfum þjóðhátíðardeginum... kannski að maður spái í að halda bara jólin nokkrum dögum fyrr ef vikudagurinn hentar okkur ekki.   Eða hvað? 

Við hjónin vorum nú samt að ræða það að gera okkur einhvern dagamun í dag... kannski að dagamunurinn felist í því að panta pizzu fyrir strákana í kvöld.  Þá vildi ég nú frekar vera heima hjá mömmu í pönnukökukaffi eins og við höfum verið síðustu ár á þjóðhátíðardaginn.

islfani

 

 

 

 

 

Í dag útskrifast kær frændi minn sem stúdent á Akureyri.  Til hamingju með áfangann Sigurður Orri og þú átt von á gjöf frá okkur inn um lúguna heima hjá þér:)  Njóttu dagsins. 

 

Eigið gleðilegan þjóðhátíðardag

Kolla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

gleðilegan þjóðhátíðardag elsku vinkona og kveðja yfir til strákanna þinna

Rebbý, 17.6.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Sömuleiðis, gleðilega hátíð.

Það var sannarlega góður dagur í Kópavoginum í dag, sól skein, gola lék um hár og 20 þúsund manns (um það bil) mættu á Rútstúnið, hlýddu á Skoppu og Skrýtlu, Birgittu og Magna auk þess sem staðið var í biðröð í leiktækin.

Vilhjálmur Óli Valsson, 17.6.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband