17.6.2008 | 06:57
Þjóðhátíð
Í dag er 17. júní, þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga.
Það voru blendnar tilfinningar að keyra strákana í skólann í morgun, bæði er náttúrulega komið sumar og manni finnst skrýtið að það skuli enn vera skóli og vera næstu tvær vikurnar en einnig hafa þeir auðvitað aldrei farið í skólann á þjóðhátíðardeginum. Emil minn var samt mjög kátur í morgun, hljóp inn á leikskólann og kyssti mig bless, var svo hlaupin í leik með Jaunusi sem tók svo einstaklega vel á móti honum í morgun:)
Það verður engin hátíð hér í Horsens í dag vegna þjóðhátíðar. Íslendingafélagið tók forskot á sæluna og hélt upp á þjóðhátíðardaginn síðastliðinn laugardag. Soldið skrýtið að flýta sjálfum þjóðhátíðardeginum... kannski að maður spái í að halda bara jólin nokkrum dögum fyrr ef vikudagurinn hentar okkur ekki. Eða hvað?
Við hjónin vorum nú samt að ræða það að gera okkur einhvern dagamun í dag... kannski að dagamunurinn felist í því að panta pizzu fyrir strákana í kvöld. Þá vildi ég nú frekar vera heima hjá mömmu í pönnukökukaffi eins og við höfum verið síðustu ár á þjóðhátíðardaginn.
Í dag útskrifast kær frændi minn sem stúdent á Akureyri. Til hamingju með áfangann Sigurður Orri og þú átt von á gjöf frá okkur inn um lúguna heima hjá þér:) Njóttu dagsins.
Eigið gleðilegan þjóðhátíðardag
Kolla
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gleðilegan þjóðhátíðardag elsku vinkona og kveðja yfir til strákanna þinna
Rebbý, 17.6.2008 kl. 12:10
Sömuleiðis, gleðilega hátíð.
Það var sannarlega góður dagur í Kópavoginum í dag, sól skein, gola lék um hár og 20 þúsund manns (um það bil) mættu á Rútstúnið, hlýddu á Skoppu og Skrýtlu, Birgittu og Magna auk þess sem staðið var í biðröð í leiktækin.
Vilhjálmur Óli Valsson, 17.6.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.