Föstudagurinn Langi

Kannski ekki í þeirri meiningu en samt.... föstudagurinn sem var notaður vel frá a-ö og allir glaðir.  Við fórum í dag í dýragarð sem heitir Givskud zoo og er í rétt hálftíma keyrslu héðan frá Horsens.  Dýragarðurinn er þannig upp byggður að það er keyrt í gegnum hann og labbað til skiptis.  Maður fær að keyra hjá gíröffum, sebrahestum, ljónum og miklu fleiri dýrum og eru þau laus við götuna.  Í dag labbaði tildæmis gíraffi fyrir framan bílinn hjá okkur... ljónin voru reyndar löt í dag, við hefðum alveg viljað sjá þau í meiri aksjon.  Á göngusvæðunum fengum við svo að sjá dýr eins og apa, fíla og svona "róleg" dýr.  Í endanum á dýragarðinum er svo stórt leiksvæði fyrir börnin.  Við eyddum fjórum klukkutímum í dýragarðinum í dag og hefðum auðveldlega getað eytt miklu lengri tíma þar, þessi dýragarður er sá allra skemmtilegasti sem ég hef heimsótt ... en plan er plan...

Krakkarnir saman í Givskud zoo Búið var að lofa krökkunum að við myndum fara í sumarbústaðinn sem Gunna og Óskar eru í en þar fengu þau að fara í heita pottinn og kölluðu það pottapartý.  Notalegt og gaman og á meðan fengum við hin (næstum öll) en öl.  Ferðinni var svo heitið á Jensens Böfhus með alla hersinguna en Óskar og Gunna voru svo yndisleg að bjóða okkur þangað.  Maturinn á Jensens klikkar aldrei, BBQ Ribs er málið þar og við þökkum kærlega fyrir okkur:)

Semsagt yndislegur dagur að kvöldi komin, sannkallaður Föstudagurinn Langi.

 

 

En smá fréttir af okkur:

Ég er búin að fá vinnu og byrja að vinna 21. júlí.  Ég byrja á afleysingarstarfi á heimili fyrr börn í Árlandi og leysi þar af í mánuð.  Framhaldið verður svo bara að ráðast en eitt er víst, ég enda aftur í Hólabergi.  

Hlynur er kominn inn í skóla hér í Danmörku og ætlar að klára námið sitt hér.  Hann fer í háskóla í Kaupmannahöfn og kemur til með að stunda fjarnám þar í pædagog námi.  Yndislegt tækifæri fyrir hann (og kannski mig líka, því þá hef ég kannski stundum tækifæri til að koma með honum út og heimsækja Bertu og HM heh.  Ég hef sko alveg forgangsatriðin á hreinu).   

Annars er Hlynur minn á kafi í próflestri en hann tekur munnlega prófið sitt 24. júní.  Ég veit alveg að hann á eftir að rúlla því upp en lesturinn hjá honum hefst þó ekki fyrir alvöru fyrr en í næstu viku.  Býst ekki við að hann verði mikið heima við en ég hef nóg að gera á meðan.  Ég ætla að byrja að pakka búslóðinni niður á mánudaginn og fæ góða aðstoð frá Bertu... ég held að við verðum hvort sem er hálfgerðar grasekkjur þar til kallarnir okkar eru búnir í prófunum.

Nú svo eru það gestir og fleiri gestir... bara gaman.  

Ég setti inn ríflega 100 myndir í nýtt albúm þannig að þið kæra fjölskylda og vinir eigið væntanlega eftir að dvelja lengi á bloggsíðunni minni í dag.

Yfir og út

Kolbrún 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Frábært hvað þið skemmtuð ykkur vel í dag....Givskud er æði:)

Við tökum svo hressilega á því í "niðurpökkuninni" í næstu viku....verkfallið leyst og því geta strákarnir farið á leikskólann og við fengið frið til að pakka

Berta María Hreinsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:31

2 identicon

Gott að þú ert komin  með vinnu, byrjar bara á gamla vinnustaðnum mínum. Það verður gaman að kíkja til þín þangað. Góður staður, var það a.m.k með að ég var:). 

Dóra (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Alltaf gaman á svona dögum. Allir hafa notið sín sé ég. Góða skemmtun við að pakka niður. Til hamingju með starfið. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 15.6.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband