11.6.2008 | 21:29
Hvað er að gerast?
Þið fáið bara blogg frá mér daglega þessa dagana og stundum tvisvar á dag. Vona að þið njótið þess á meðan ég er í þessu mikla bloggstuði... ég gæti tekið uppskriftadagana á þetta þegar ég er í minna stuði heh.
Loksins hefur kólnað í Horsens og hér féllu meira að segja nokkrir regndropar í dag. Það var nú tími til kominn að hvíla sig aðeins á þessari miklu sól og mikla hita sem hefur verið hérna í langan tíma. Ekki misskilja mig og halda að það hafi verið vont veður í dag, það er af og frá... bara þægilegt veður til útiveru. Við höfum notið dagsins í dag með gestunum okkar, Gunnu, Óskari og Erlu Björgu. Það er bara yndislegt að hafa þau í heimsókn og ég er strax farin að kvíða því að þurfa að kveðja þau... snökkt. En við höfum nokkra daga í viðbót og ætlum að njóta þess í botn.
Í morgun fórum við saman upp á Himmelbjerget, sem er fyrir þá sem ekki vita STÆRSTA fjallið í Danmörku. Við Íslendingar myndum nú varla tala um Himmelbjerget sem fjall en det er det. Við þurfum að ganga heila 100 metra til að komast upp á topp. En engu að síður er Himmelbjerget svona must see fyrir þá sem koma hingað og vorum við Gunna og Óskar að rifja það upp í bílnum í morgun þegar við vorum í landafræði í grunnskóla og áttum að merkja inn á kort Himmelbjerget. Þrátt fyrir að gangan upp fjallið sé ekki löng er um að ræða skemmtilegt útivistarsvæði og finnst okkur alltaf jafn gaman að koma á þennan stað:)
Við brunuðum síðan beint í Bilka til að svala verslunarþörf gestanna okkar heh en síðan heimsóttum við bambagarðinn í Árósum. Við höfum oft heimsótt bambagarðinn síðan við fluttum hingað út, í dag var heimsóknin aðeins öðruvísi vegna þess hve bambarnir voru frekir og ágengir. Líka var sérstaklega áberandi hversu karl bambarnir höfðu sig mikið í frammi. En skýringin á þessu öllu saman var svo sú að það eru mörg ungviði í garðinum núna og bambarnir, sérstaklega karldýrin eru að verja sitt. En allir skemmtu sér vel í garðinum í dag og er stefnan tekin á að fara aftur í bambagarðinn í vikunni:)
Ég setti inn nýjar myndir í nýtt albúm.
Og þar sem ég er svona sérstaklega virk að láta vita af okkar lífi, þá þætti mér mikið vænt um að fá soldil komment frá ykkur um hvað sé að gerast í ykkar lífi. Okkur finnst líka gaman að fá að fylgjast aðeins með fjölskyldu og vinum heima á Íslandi.
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Kolla og fjölskylda + Gunna og fjölskylda!
Héðan er allt gott að frétta. Veðrið leikur við okkur, reyndar er golan í dag kaldari en í gær. Ég er komin í frí, stelpurnar auðvitað líka og það er hending hvort Eva fer á leikskólann þessa dagana. Annars eru fréttirnar héðan þær að bensín hækkar að ég held hvern dag eða því sem næst, við náum varla að fylgjast með því. Neysluvara hækkar líka og allt eftir þessu. Fólk er farið að endurskoða ferðalög sín sem það hafði planað út á land, akandi. Það gengur hvorki né rekur í smningamálum hjá BHM, ef það skyldu vera nýjar fréttir. Ég hef verið mjög dugleg að lesa bloggið þitt undanfarið og er það nú orðið svo að ef ég opna tölvu kíki ég inn á síðuna þína. Rosalega gaman að sjá hvað þið hafið það gott og hvað er gaman hjá ykkur. Það er nóg að gera hjá okkur í félagslífinu þessa dagana, óvissuferði, útskriftir, brúðkaup, afmæli og, og... Læt þetta duga í bili, bið að heilsa öllum, kveðja Ella.
Ella (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.