10.6.2008 | 19:28
Verðlagning á neysluvörum - Ísland/Danmörk
Nú fer ég bráðum að vera búin að búa í Danmörku í eitt ár. Þegar ég flutti til Danmerkur stóð krónan í um 10 kr en í dag kostar danska krónan um 16 kr... stærðfræðingurinn ég segi því að danska krónan hafi hækkað um yfir 50% á þessu ári.
Ég vil meina að það sé alger goðsögn að það sé ódýrara að lifa í Danmörku heldur en á Íslandi þegar við skoðum neysluvörur. Jú, húsnæði er ódýrara en rafmagn og vatn er miklu miklu dýrara, bílar eru dýrari og bensínið er líka dýrara. Ferskvara er ódýrari (kjúklingur, svínakjöt, grænmeti og ávextir) en allt sem þú þarft í matargerðina, s.s þurrvaran er dýrari hér en á Íslandi. Gosið er mjög dýrt í Danmörku og reyndar allt sem inniheldur sykur, það eru háir sykurskattar í Danmörku. Það er akkúrat öfugt á Íslandi og það finnst mér reyndar óeðlilegt... Þú ert heppin í Danmörku ef þú getur keypt þér pylsu og kók á 35 kall (yfir 500 kall íslenskar). Fatnaður er enn aðeins ódýrari í Danmörku en á Íslandi og er það helst kannski HM að þakka... allar merkjavörur og íþróttavörur eru aftur á móti dýrar hér í DK. Ég heyri það oft frá Íslendingum sem hér búa að þeir fái áfall þegar þeir fara í Bónus heima, því að allt sé svo dýrt þar miðað við hér í DK. Ég bara get ekki verið sammála, ég sé ekki þennan mikla verðmun. Eitt dæmi... ég hreinlega var húkkt á bónus brauðinu heima og finnst það mjög gott brauð. Hér færðu brauð, svona litlar toast sneiðar, tvö brauð saman á 18-20 kr en ef þú vilt fá brauð í sama stærðarflokki og Bónusbrauðið þarftu að borga mun meira. Auðvitað eru stundum tilboð hérna, en tilboðin eru bara líka á Íslandi.
Ég fór bara aðeins að spá í þetta eftir að ég drakk í mig vefsíðu sem ég rakst á þegar ég var að sörfa á internetinu... http://www.this.is/drgunni/okur.html , hvet ykkur til að skoða þessa síðu.
Það er allavega mitt mat að það sé orðið sambærilegt að kaupa í matinn hér í Danmörku og á Íslandi....
Svo aðeins um heilbrigðisþjónustuna hér en hún er jú ókeypis. Hún er víst reyndar líka orðin ókeypis fyrir börn á Íslandi. En ég er langt frá því að vera ánægð með heilbrigðisþjónustuna hér í Danmörku. Hér nenna læknarnir hreinlega ekkert að hitta þig og afgreiða meira og minna allt í gegnum sima og tölvupóst. Hvort sem þú HELDUR að þú þurfir að fá pensilín fyrir barnið þitt eða að barnið sé með sýkingu í augunum, þá bara sendir þú eitt email og lyfið er komið í apótekið. Þú þarft í raun aldrei að hitta lækninn þinn (enda hefur hann ekki tíma til að hitta þig, hér er meira en mánaðarbið eftir tíma hjá heimilislækni, kannski vegna þess að það er frítt). Ég myndi frekar vilja borga komugjald og fá skoðun á barnið mitt, já og á mig, ef ég kenni mér meins.
Vá hvað ég er í miklum vígaham í kvöld...
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér Kolla.....almennt hefur matvara hækkað í Danmörku síðasta árið og ásamt gengishækkuninni þá er orðið svipað dýrt að kaupa í matinn hér og heima. Hins vegar er ódýrara að kaupa gott grænmeti hér en á móti kemur að óhollustan heima (súkkulaðikex og nammi) er ódýrara.....sem er fáránlegt. Ég held að mesti munurinn sé húsnæðið....hér er hægt að kaupa og leigja margfalt ódýrara en á Íslandi
Berta María Hreinsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:36
Sæl
Ég var einmitt að spá í þetta þegar ég var í Danmörk í maí hvað mér fannst allt dýrt. Hafði ekki komið þar í þrjú ár og vááááá hvað allt hefur hækkað þar eins og á Íslandi. Fór í matvörubúðir og verslaði og spáði í verðið og sá að sumt var ódýrara hér heima en hjá ykkur. T.d. var Merrild kaffi alls staðar sem ég sá dýrara úti en hér heima.
En það var gaman í Danmörk og fengum guðdómlegt veður.
Ásta (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 20:13
ég hef aldrei pælt í því hvað hlutir kosta. Ef mig vantar þá, þá bara kaupa það...No matter what.
Guðmundur Þór Jónsson, 10.6.2008 kl. 23:17
Uss Gummi og þú segir frá þessu á opnum vef.
Ég er viss um að þú gætir haft gott tímakaup með því einu að skoða verðin í búðunum áður en þú verslar, því að oft er sama vara á mismunandi verði, bara frá sitthvorum framleiðandanum.
Kolbrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 08:14
Nákvæmlega Kolla......og eins er verðmunur á milli búða í Reykjavík gífulegur. Semsagt Gummi minn.....spáðu í hvað hlutirnir kosta og hvar þú kaupir þá og þú gætir grætt marga þúsundkallana
Berta María Hreinsdóttir, 11.6.2008 kl. 16:32
Hehe, já ég sagði þetta upphátt. Skal fara að pæla í verðinu og hvar ég versla. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 13.6.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.