Dagsferð í Djurs Sommerland

Feðgarnir saman eftir að hafa farið salibunu í Speedy GonzalesÍ gær fórum við fjölskyldan, ásamt Gunnu, Óskari og Erlu Björg í skemmtigarð sem er hér í nágrenninu sem heitir Djurs Sommerland.  Garðurinn er sambland af skemmtigarði og tívolí og er risastór.  Við höfum aldrei áður farið í þennan garð en trúið mér, það er búið að suða.  Garðurinn er í raun alltof stór til að eyða bara einum degi í honum því að við komumst bara yfir brot af því sem er í boði þarna fyrir börn á öllum aldri.  Hafsteinn fékk að fara í stærsta rússibana sem er í boði hér á Jótlandi og kom skríkjandi úr honum.  Við fórum öll í vatnsrússíbana og skemmtum okkur vel og feðgarnir fóru svo allir í stóra vatnsrennibraut en þar fór mér að hætta að lítast á blikuna.  Emil virðist ekki alveg skilja að hann sé bara fjögurra ára gamall og vill fá að prófa allt eins og bræður sínir.  Mér fannst algert glapræði að fara með hann í þetta vatnstæki (Speedy Gonzales) og reyndar var pabbi hans sammála mér með það, en Emil var viss um að þetta væri það eina sem hann vildi og fékk sitt fram að lokum eins og alltaf.  En ekki leið mér vel þegar ég horfði á þá feðga koma á fljúgandi siglingu niður brautina, úff.  Eftir að hafa eytt deginum í mikilli sól og hita í Djurs Sommerland var komið við á McDonalds og fengið sér að borða og svo eiginlega bara heim að sofa, enda allir orðnir lúnir eftir daginn.

Við höfum svo verið í algerum rólegheitum í dag hér heima.  Aksjon marga daga í röð er ekki alveg að gera sig fyrir Emil, þannig að það var hvíldardagur í dag heh.  En góður dagur engu að síður sem endaði með því að við hittum Grafarvogsfjölskylduna og borðuðum við saman.  Við Gunna stungum svo af og fórum saman bara tvær í Bilka og mikið er gott að komast stundum bara barnlaus í smá búðarráp og njóta þess að skoða á öllum fataslánum hah.

Ég setti inn nýjar myndir í nýtt albúm frá ferðinni okkar í Djurs Sommerland.  

Enjoy

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítur út fyrir að þið hafið skemmt ykkur vel, ég á eftir að prófa Djurs, ætluðum í fyrra þegar við vorum í DK en vegna rigninga og kulda var hætt við það og farið í Randers Regnskov í staðinn:)

Dóra (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 311871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband