23.5.2008 | 19:20
Júróvison hátíð
Hvað er betra en að eyða júróvison kvöldi með samkynhneigðum manni? Allavega eiga flestir þeir sem ég þekki sem eru samkynhneigðir það sameiginlegt að elska júróvison og gummi er sko engin undantekning þar. Hann var eins og lítill skólastrákur þegar hann var að bíða eftir að keppnin byrjaði og á meðan á keppni stóð fengu viðstaddir mikinn fróðleik um keppnina en gummi er hreinlega alfræðiorðabók um júróvison. Fögnuðurinn á okkar heimili var mikill þegar ljóst var að Ísland hefði komist áfram í úrslitakeppnina sem fer fram á morgun. Við rákum upp hátt fagnaðaröskur þannig að glumdi um allt hverfið heh... enda höfðum við öll tekið upp gemsana okkar og kosið okkar fólk frá Íslandi... enn ekki hvað!!!
Já, Gummi er semsagt kominn aftur til Horsens og höfum við undanfarna daga verið í góðu yfirlæti með honum. Við höfum farið með honum í búðir á daginn og á kvöldin höfum við eldað góðan mat og gætt okkur á góðum fljótandi veigum. Veðrið hefur leikið við okkur og ég hef reynt að gera tilraun til að fá Gumma út á pall í von um að hann fái smá brúnan húðlit... ég get svo sem ekki sagt að hann sé mikill sóldýrkandi frekar en ég... en við sjáum til
Ánægjulegustu tíðindi dagsins í dag eru án nokkurs vafa að maðurinn minn tók rakvélina og NOTAÐI HANA. Hann rakaði af sér allt skeggið sem hann hefur verið að safna í langan tíma og ég varð svo glöð með breytinguna að það komu næstum því tár. Ég hef suðað út í eitt og beðið hann um að raka sig án árangurs og svo kemur hann mér allt í einu svona skemmtilega á óvart. Hann er bara sætastur!!!!!!
En ég ætlaði nú bara aðeins að láta vita af okkur hér í Danmark... það er nefnilega svoleiðis að ef ég blogga ekki í nokkra daga, þá fer símtölum til okkar fjölgandi og ættingjar og vinir hringja til að fá fréttir. Ég ætti kannski að hætta bara að blogga, þá myndu kannski bara allir allt í einu fara að hringja heh.
Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm frá síðustu dögum með Gumma. Gummi er að gera mikla lukku hér á heimilinu og Emil er búin að eignast nýjan besta vin. Gummi má reima skóna hans, Gummi má leiða hann... Gummi má margt sem ég ekki má .
Læt þetta duga í kvöld
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég get sko frætt hvern og einn um eurovision. Dagarnir í Horsens hafa verið æðislegir. Kolla, ég er kominn með smá lit...fer alla vegna ekki jafn hvítur heim..múhaha.
Guðmundur Þór Jónsson, 23.5.2008 kl. 19:37
ÁFRAM ÍSLAND muna að kjósa aftur á morgun
Rebbý, 23.5.2008 kl. 23:34
Hlynur NEEEEEIIEEIEIEIEIIIEEIIEEIIEI
Ég er reyndar rakaður líka um þessar mundir.
Ingi Geir Hreinsson, 24.5.2008 kl. 10:14
Hæ hó ví seij hei hei hei
Góða skemmtun i kvöld öll og kær kveðja, hlökkum til að koma enda bara 13 dagar þanga til og sumir búnir að taka til öll föt og viðlegubúnað.
Lítið fer fyrir góðu veðri en allir í góðu skapi, þökk sé árangrinum í Serbíu.
knús og bestu kveðjur.
GUNNA og co
Gunna (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 15:58
Það hefur verið gaman hjá ykkur, trúi ég ...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.5.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.