19.5.2008 | 17:14
Endurnýjun hjúskaparheita
Fyrir fjórum árum síðan komum við Hlynur fjölskyldu okkar og vinum hressilega á óvart. Þar sem 18. maí hefur verið mikill fjölskyldudagur völdum við þann dag. 18 maí er brúðkaupsafmælisdagur tengdaforeldra minna auk þess sem tengdamamma var skírð á þessum degi. Allir okkar strákar voru einnig skírðir þann 18. maí auk þess sem Hlynur var líka skírður á þessum degi.
Þegar Emil var skírður fyrir semsagt fjórum árum síðan buðum við fjölskyldu og vinum til skírnar athafnar í Lágafellskirkju og svo í veislu á eftir. Við buðum í raun mun fleiri vinum okkar en við höfðum boðið í skírnarveislur stóru strákanna minna, þar sem við höfðum ákveðið að endurnýja hjúskaparheitin þennan dag. Engin vissi af því nema við og presturinn auk Margrétar Eirar sem söng svo fallega við athöfnina.
Emil var skírður og afhöfnin fór því hefðbundið af stað. Þegar Emil hafði fengið nafnið sitt fór Hlynur með hann í fang mömmu sinnar og úr orgeli kirkjunnar hljómaði brúðarvalsinn... here comes the bride... og fórum við Hlynur hönd í hönd upp að altari og endurnýjuðum hjúskaparheit okkar. Yndislegur dagur, yndisleg stund og komum við ættingjum okkar og vinum mikið á óvart. (Reyndar er litlu hægt að leyna fyrir pabba mínum þar sem hann hafði lesið yfir öxlina á organistanum að á eftir skírn ætti að spila brúðarvalsinn).
Við höfum alltaf minnst þessa dags 18. maí sem hátíðisdags í okkar fjölskyldu. Á meðan við bjuggum á Íslandi borðuðum við alltaf með tengdafjölskyldu minni þennan dag, annaðhvort í heimahúsi eða fórum saman út að borða. Eftirminnilegt er þegar við fögnuðum þessum degi á Lækjarbrekku, æði pæði. Í ár fögnuðum við þessum degi með góðum mat sem allir voru sáttir með, jafnvel þótt hann hafi verið eldaður á Ranukelvej en ekki á veitingastað.
-------------------------------------------
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur.... Stóru strákarnir í skólanum sínum og Hlynur í skóla og vinnu. Emil er heima hjá mér vegna verkfallsins og get ég ekki sagt að það fari vel í hann. Hann er ekki alveg að nenna að vera heima og missa rútínuna sína og bitnar það hressilega á skapinu hans. En det er det.... Gummi kemur í heimsókn frá Íslandi á morgun og höfum við Emil þá bara nógan tíma og orku til að vera með honum á daginn:)
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úps! Til hamingju með daginn öllsomul. Hvernig á ég að geta munað eftir ykkar brúðkaupsdegi þegar ég man ekki einu sinni eftir mínum eigin
.
Helga Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 18:14
Til hamngju með daginn í gær, vona að þið hafið átt góðann dag
Rakel Linda (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:58
Til lukku með gærdaginn elsku Kolla og Hlynur
Hlakka orðið til að fá ykkur heim í haust
Rebbý, 19.5.2008 kl. 19:42
Hæ hæ. Eins gott að það verði orka í ykkur sko. Langar að fara í H&M...NEMA HVAÐ!! Og svo ætlaðir þú að gera leyndóið með mér.....*hvolpa augu*. Get ekki beðið eftir að koma. sí jú.
Helga. Vona að ég fái bjartsýnisverðlaunin.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.5.2008 kl. 23:23
Innilegar hamingjuóskir með daginn. Gott að þið áttuð góðan dag.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.5.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.