16.5.2008 | 18:20
Og hvað er svo að frétta !!!
Fullt af frétta frá okkur hérna í Horsens.
Það er liggur okkur helst á hjarta þessa dagana er fyrirhugað verkfall pædagoganna hér í Danmörku en þeir hafa boðað verkfall frá og með næsta mánudegi. Það þýðir að leikskólinn hans Emils lokar og kvöddu fóstrurnar hann í dag með þeim orðum að þau myndu sjást eftir tvær til þrjár vikur. Það er greinilega hugur í pædagogum hér, sem er svo sem bara hið besta mál, en ég veit að þetta bitnar mikið á okkur þar sem Emil mínum líður best í sinni rútínu og nú verður hún brotinn aftur:( En ég verð bara að vera dugleg að finna honum eitthvað til dundurs þessa daga.
Svo er það allra besta fréttin.... mamma hringdi í gærkvöldi og sagði að þau pabbi væru búin að panta sér far til okkar og þau koma 2. júní. Ég get ekki neitað því að það er mikill spenningur í mannskapnum að fá ömmu og afa og strákarnir strax farnir að spá í hvort þeir fái eitthvað frí í skólanum þessa daga sem þau verða með okkur... það á sko þokkalega að nýta tímann með ömmu og afa.
Af mér sjálfri... ég skellti mér í gærkvöldi í klippingu og strípur og þvílíkt sem það er gott fyrir mann að láta aðeins dekra við sig... ég er bara voða ánægð blondína í dag, jafnvel þótt ég eigi aðeins eftir að venjast þessari miklu breytingu. Danir eru ekkert miklir strípumenn, þannig að þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ almennilegt dekur í hárið á mér síðan ég flutti hingað út.
________________________________________________________
Í dag ætluðum við fjöskyldan að fara loksins í tívolíið í Árósum og vorum löngu búin að ákveða að fara í dag. Það var mikil spenna hjá strákunum enda búnir að suða um tívolíferð síðan tívolíið opnaði fyrir mánuði síðan. En það voru bara vonbrigði þegar við komum til Árósa, haldið þið að tívolíið hafi ekki verið lokað í dag vegna þess að ungmenna/íþróttafélögin í Árósum voru búin að leigja staðinn allan daginn. Það var því ekkert hægt að gera annað en frá að hverfa.
Sem sárabót ætluðum við að koma við á MacDonalds stað á leiðinni aftur til Horsens og kaupa handa strákunum ís. Og þar duttu þeir aldeilis í lukkupottinn því að þessi MacDonalds staður sem er á milli Árósa og Horsens er sá allra flottasti sem við höfum heimsótt í Danmörku. Emil fékk að sitja í kóngastól og svo var stórt leikland í sérherbergi sem þeir bræður dunduðu lengi í við mikla kátínu. Ég reikna ekki með því að það verði aftur í boði að bjóða þeim bræðrum á MacDonalds í Horsens... þeir voru strax í bílnum farnir að plana næstu ferð á flotta staðinn sinn.
Annað er það svo sem ekki í bili.... mikið plan og skemmtilegt á morgun og í kvöld reiknum við með að fá Beach Boys tónleika alveg í æð en hljómsveitin Beach Boys eru með tónleika upp í fangelsi í kvöld... allavega heyrðum við þokkalega mikið í hljómsveitinni í gærkvöldi þegar verið var að prófa kerfið...
Nýjar myndir í nýju albúmi að venju
Beach Boys kveðjur úr Horsens
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 312518
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá mikið litur þú vel út baby ,frábært hár,og liturinn á peysuni fer þér afskaplega vel .Allt finnt að fretta af þessum bæ.
Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:32
Þú ert ekkert smá fín :)
Hlakka til að sjá þig á morgun...
Rakel Linda (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:05
Ertu ekki barasta orðin sólbrún líka?
Ingi Geir Hreinsson, 17.5.2008 kl. 11:01
þú ert æði flott!!!
brún, ljóshærð og vel slök.
Er það bjórinn sem geriri þig svona flotta
Særún (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.